Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 30
28 Árbók VFÍ 1992/93
Mynd 14 Á þriöja samlokufundi vetrarins, þann þriöja desember 1992, talaði Þorgeir Pálsson nýskip-
aður jlugmálastjóri. Til vinstri á myndinni er Guðrún Ólafsdóttir formaður kynningarnefndar VFÍ.
Mynd 15 Gestur á samlokufundi,
4. mars 1993, var Haukur Már
Stefánsson, Lýsi hf, en hann talaöi
um gœðastjórnun hjá fyrirtækinu.
hvers mánaðar vegna framkominna óska. Aðsókn hefur
verið jöfn og góð, þó enn hafi ekki tekist að finna nógu
„heit“ mál til að fylla húsið. Gestir á samlokufundum
það sem af er vetrar hafa verið:
1. okt. Ragnar Sigbjörnsson, prófessor, Verkfræði-
stofnun H.I., 5. nóv. dr. Þórður Helgason, rafmagnsverk-
fræðingur hjá Landspítalanum, 3. des. dr. Þorgeir Páls-
son, tlugmálastjóri, 4. febr. dr. Ríkharður Kristjánsson,
framkvæmdastjóri Línuhönnunar, 4. mars Haukur Már
Stefánsson, Lýsi hf.
Fundirnir hafa ýmist verið óformlegt rabb eða undir-
búnir fyrirlestrar með skyggnimyndum og glærum, en
eitt eiga þeir sammerkt, þeir hafa allir verið skemmti-
legir og áhugaverðir og virðist enginn hörgull á verk-
fræðingum sem hafa frá einhverju að segja.
í tilefni 80 ára afmælis félagsins voru haldnar fjöl-
margar ráðstefnur um haustið og því hafði kynningar-
nefnd frekar hægt um sig fram að jólum. Þó var haldinn
kynningarfundur um breytingar á byggingarreglugerð frá
I. júlí 1992 í Verkfræðingahúsinu 21. október. Frum-
mælendur voru Guðmundur Hafsteinsson, deildararkitekt
hjá Skipulagi ríkisins, sem fjallaði almennt um helstu
breytingarnar, Ingunn Sæmundsdóttir, byggingarverk-
fræðingur, sem kynnti ákvæði um grundun húsa,