Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 33
Skýrsla formanns 31
fræðinga. Þar fluttu erindi Finnbogi Rútur Arnarson frá utanrfkisráðuneytinu, Gunnar Sigurðs-
son frá félagsmálaráðuneyti og Sólrún Jensdóttir frá menntamálaráðuneyti. Hafsteinn Pálsson
frá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins leiddi okkur síðan inn í staðlafrumskóginn og
Svavar Jónatansson, stjórnarformaður Virkis-Orkint, fjallaði um þá möguleika sem EES
samningurinn gæti opnað íslendingum varðandi útflutning á tækniþekkingu. Á eftir svöruðu
frummælendur hinum fjölbreytilegustu fyrirspurnum og þótt fundargestir hafi vafalaust orðið
niargs fróðari um samninginn sjálfan, virðist erfitt að spá um heildaráhrif samningsins á líf
okkar hér á skerinu. Nefndarmönnum til mikillar og óvæntrar ánægju var fullt út úr dyrum, þ.e.
rúmlega 60 manns, og stjórnaði Guðmundur G. Þórarinsson fundinum.
Þann 3. mars var svo haldinn umræðufundur undir heitinu „tæknifræðingar og verkfræðing-
ar: Samvinna - sameining?" á Hótel Loftleiðum, að sjálfsögðu í samvinnu við Tæknifræðinga-
félag Islands í anda efnisins. Vífill Oddsson, formaður VFI, opnaði fundinn en síðan fluttu
Eiríkur Þorbjörnsson, formaður TFI, og Guðmundur G. Þórarinsson, varaformaður VFI, fram-
söguerindi. Á eftir var orðið gefið laust og stóð ekki á fundarmönnum að stíga í ponlu og lýsa
skoðunum sínum. Flestir voru fylgjandi aukinni samvinnu og jafnvel sameiningu, en lögðu
jafnfram áherslu á að fara yrði hægt í sakirnar og að mikill meirihluti beggja félaga yrði að
standa að baki. Enn settist Þorsteinn Þorsteinsson í fundarstjórastólinn og við hlið hans Gunnar
Sæmundsson, varaformaður TFI, sem tók að sér ritarastörf. Aðsókn var með besta móti og
voru milli 70-80 manns þegar flest var.
Önnur störf kynningarnefndar hafa m.a. falist í skrifum fréttatilkynninga og frásagna af
fundum og námskeiðum í Fréttabréf VFI. Reynt var að auglýsa fundi betur hjá utanfélags-
mönnum, t.d. með fréttatilkynningum til íjölmiðla og myndbréfssendingum í fyrirtæki, en
vafalaust mætli gera betur og notfæra sér önnur fréttabréf meira, t.d. Stéttarfélagsins og
Tæknifræðingafélagsins.
Tveir mánuðir lifa enn af starfsári kynningarnefndar, þegar þessi orð eru fest á tölvuskjá, og
nefndin því enn til alls vís. Fyrirhugað er að halda a.m.k. einn fund eða ráðstefnu, auk sam-
lokufunda og myndbandanámskeiðs. Að lokum viljum við í nefndinni þakka þeim fjölmörgu
fyrirlesurum og frummælendum sem gáfu sér tíma til að tala á fundum okkar í vetur, svo og
þeim Arnbjörgu og Gurrý á skrifstofunni sem veillu ómetanlega aðstoð að venju.
Guðrún Ólafsdóttir formaður kynningamefndar VFÍ (sign.)
11.4 Siðanefnd VFÍ
Siðanefnd VFÍ var skipuð eftirtöldum:
Ragnar S. Halldórsson, formaður Ágúst Valfells
Pétur Maack Viðar Ólafsson
Jón Ingimarsson.
„Þann 7. október I99l skipaði framkvæmdastjórn VFÍ í fyrsta sinn fimm manna siðanefnd
félagsins. Nefndinni var falið að fjalla um erindi félagsmanns VFÍ (A), sem kom fram í tveim
bréfum hans til framkvæmdastjórnar VFI varðandi meint brol annars félagsmanns VFÍ (B) á
stéttarreglum félagsins. í skipunarbréfí nefndarinnar var nefndinni einnig falið það verkefni að
endurmóta stétlarreglur félagsins, eins og þær voru samþykktar 1955.
Nefndin hélt fyrsta fund sinn 17. október 1991. Samdægurs ritaði hún bréf til B. sendi hon-
um ofangreind bréf A, og óskaði eftir viðbrögðum hans. Einnig ritaði nefndin bréf til A, og
óskaði eftir afriti af áliti lögfræðings hans á málinu. Nefndinni bárust svör við báðum þessum