Árbók VFÍ - 01.06.1993, Qupperneq 39
Skýrsla formanns 37
12.8 Bridsnefnd
Árni Ámason, formaður Björn Pétursson
í samráði við kynningarnefnd leitaðist bridsnefnd við að halda bridsnámskeið fyrir áhuga-
sama félagsmenn. Tilraunin gekk ekki upp og því fór sem fór, námskeiðið féll niður.
12.9 Starfsmiðlun verkfræðinga
Starfsmiðlun verkfræðinga er skipuð eftirtöldum:
Anna Þóra Gísladóttir, formaður Guðrún Ólafsdóttir, ritari
Þorsteinn Sigurjónsson, Stéttarfélagi verkfræðinga
Um nefndinu: Á síðasta aðalfundi Verkfræðingafélags Islands, þann 25. mars 1992, var bor-
in fram tillaga um stofnun starfsmiðlunarnefndar innan félagsins og var samþykkt að vísa lil-
lögunni til framkvæmdastjórnar. Á fundi framkvæmdastjórnar þann 28. aprfl var skipun nefnd-
arinnar samþykkt, að því tilskyldu að Stéttarfélag verkfræðingatilnefndi einn aðila, auk tveggja
sem skipaðir væru af framkvæmdastjórn Verkfræðingafélags Islands.
Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn 14. maí 1992. í júníbyrjun var umsóknareyðublað
lilbúið ásamt tillögum um hlutverk og starfsreglur. Fyrsti umsækjandinn fór á skrá í júní 1992.
Nefndarstarf: Alls hafa verið haldnir 26 nefndarfundir. Auk þeirra stóð starfsmiðlunin fyrir
l'undi þann 7. nóvember, sem bar yfirskriftina „Verkefnaskortur - Hvað er til ráða?“. Reifaðar
voru ýmsar mögulegar lausnir al' frummælendunum, sem voru fimm: Benjamín A. Árnason
hjá ráðningaþjónustunni Ábendi, Jón Erlendsson forstöðumaður Upplýsingaþjónustu Háskóla
Islands, Friðrik Jónsson hjá Silfurtúni hf., Jón H. Einarsson hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kerfi
hf. og Þórhallur Hjartarson varaformaður Stéttarfélags verkfræðinga.
Skömmu síðar var efnt til kynningarfundar um skipulagt sjálfsnám innan Upplýsingaþjón-
ustu Háskóla íslands. Mæting var allgóð og voru myndaðir vinnuhópar á fundinum til áfram-
haldandi starfs.
Auglýsingar: í júlí var gefið út sérstakt fréttabréf á vegurn SV. 1 ágúst var dreifibréf sent lil
um 200 fyrirtækja um allt land. I september voru sendar fréttatilkynningar í fjölmiðla sem
leiddi af sér eftirtaldar umfjallanir; a. Tíminn, grein út frá viðtali. b. Alþýðublaðið, grein út frá
viðtali c. Bylgjan, útvarpsviðtal 5. október.
í mars 1993 var birt auglýsing í Morgunblaðinu. Auk þessa hefur mikið verið aúglýst í VFl-
fréttum og fréttabréfi SV.
Árangur starfsins: Haft var samband við starfsmiðlunina vegna stofnunar hóps, sem
saman gæti staðið að stofnun fyrirtækis, og er sá hópur starfandi enn og hefur fundað reglulega.
Allnokkur fyrirtæki hafa leitað til starfsmiðlunar verkfræðinga og voru tvö störf, bæði úti á
landi, auglýst formlega í fréttabréfum VFÍ og SV, en auglýsingar þessar skiluðu ekki tilætluð-
um árangri. Nokkrar fyrirspurnir bárust þó um annað starfið, en staðsetningin virtist óhentug.
Enn fremur hefur verið leitað til starfsmiðlunar verkfræðinga vegna starfs þar sem krafist
var sérhæfðra starfsmanna, sem starfsmiðlunin hafði ekki yfir að ráða.
í byrjun febrúar 1993 hóf starfsmiðlun verkfræðinga samstarf við Stéttarfélag verkfræðinga,
sem lýtur að söfnun og útgáfu upplýsingaefnis fyrir þá sem hafa áhuga á stofnun fyrirtækis,
varðandi lán- og styrkveitingar, markaðssetningu og þess háttar. Búast má við að söfnun þessi
taki nokkra mánuði.
Að lokum: í lok febrúar árið 1993 voru u.þ.b. 30 umsækjendur á skrá og var skipting eftir
aldurshópum og faggreinum nokkuð jöfn.