Árbók VFÍ - 01.06.1993, Blaðsíða 55
Skýrslur undirdeilda 53
Einnig voru haldnir tveir sameiginlegir fundir BVFÍ og Jarðtæknifélagsins í júní og júlí
1993 með tveim erlendum gestafyrirlesurum.
Aðalfundur félagsins var haldinn 7. apríl 1993 og varFlugmálastjórn gestgjafi okkar. Sjálfur
fundurinn var haldinn í aðstöðu starfsmanna Flugmálastjórnar í gömlum, huggulega endurinn-
réttuðum bragga niður við Nauthólsvík, en í þessunt bragga er andi stríðsáranna látinn ráða
ríkjum. Að aðalfundarstörfum loknum var hin nýja flugstjórnarmiðstöð Flugmálastjórnar
skoðuð undir leiðsögn Jóhanns H. Jónssonar og Þorgeirs Pálssonar. Framkvæmdir vona þar á
lokastigi og var þar margt athyglisvert að sjá. Gestir þáðu veitingar og flutti flugmálastjóri,
Þorgeir Pálsson, ávarp við það tækifæri. Kom fram hjá flugmálastjóra að við værunt fyrstu
gestirnir sem höfðu komið til að skoða húsið en þeir ættu væntanlega eftir að verða margir
hóparnir í framtíðinni, sem þeir ættu eftir að fá í heimsókn, en það væri einmitt sérstaklega við
hæfi að það væru byggingarverkfræðingar sem kæmu þar fyrstir og skoðuðu húsið áður en það
væri alveg fullbúið.
Fyrir hönd BVFI Friðrik Hansen Guðmundsson
2 Orðanefnd BVFÍ
Byggingarverkfræðideild Verkfræðingafélags Islands stofnaði orðanefnd byggingarverkfræð-
inga árið 1980. Hefur nefndin starfað óslitið frá 1. desember 1980. Framan af starfaði hún í
einum hópi, en vegna mikilla verkefna var henni skipt í tvo vinnuhópa A og B árið 1988, og
jafnframt hel'ur nefndarmönnum fjölgað.
Árið 1992 störfuðu 11 verkfræðingar í nefndinni, svo sent hér segir:
Bragi Þorsteinsson, Verkfræðistofu Braga Þorsteinssonar og Eyvindar Valdimarssonar hf.
EinarB. Pálsson, Verkfræðistofnun Háskóla íslands
Eymundur Runólfsson, Vegagerð ríkisins
Halldór Sveinsson, verkfræðingur
Hjörtur Þráinsson, Verkfræðistofnun Háskóla íslands
Ólafur Jensson, Landsvirkjun
Páll Flygenring, verkfræðingur
Pétur Ingólfsson, Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar hf.
Ragnar Sigbjörnsson, Háskóla Islands
Sigmundur Freysteinsson, Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf.
Sigurður Brynjólfsson, Háskóla Islands
Tveir nefndarmenn hurfu frá störfum í nefndinni á árinu: Stefán Eggertsson gat ekki komið
því við að sitja í nefndinni. Hann hafði verið í henni frá 1981. ÓttarHalldórsson semhafði verið
í nefndinni frá 1988, var frá störfum á árinu vegna veikinda. Hann andaðist 14. september
1992. í nefndina bættust Halldór Sveinsson, Hjörtur Þráinsson og Sigurður Brynjólfsson, sem
allir höfðu starfað með nefndinni áður, svo og Páll Flygenring fv. ráðuneytisstjóri.
Formaður nefndarinnar er Einar B. Pálsson. Orðanefnd nýtur aðstoðar málfræðings, sem
Islensk málnefnd leggur henni til. Það er dr. Halldór Halldórsson, prófessor. Hann situr alla
fundi nefndarinnar og undirbýr einnig mál milli funda ásamt formanni. Auk nefndarmanna
komu ýmsir aðrir sérfræðingar og gestir á fundi.
Verkefni orðanefndar er að búa til heilsteypt íðorðakerfi fyrir hverja grein byggingarverk-
fræðinnar, svo að ræða megi og rita um hana á fullgildri íslensku og af þeirri fræðilegu
nákvæmni, sem við hæfi er.