Árbók VFÍ - 01.06.1993, Síða 58
56 ArbókVFI 1992/93
Mynd 8 Pallborðsumrœðum á ráðstefnu RVFl
stjórnaði Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður af
röggsemi.
Að loknuin fyrirlestrum hófust íjörlegar
pallborðsumræður undir stjórn Sigurðar G.
Tómassonar.
Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar skip-
uðu:
Steinar Friðgeirsson, formaður, Edvard
Guðnason, Gunnlaugur Nielsen og Jón Berg-
mundsson. Færir stjórnin undirbúnings-
nefndinni bestu þakkir fyrir vel unnin störf.
Ráðstefnuna sóttu um 150 manns og þótti
hún takast mjög vel. Þó voru uppi raddir um
að á ráðstefnunni hafi verið Iögð full mikil
áhersla á efnahagslega og stjórnmálalega þætti þessa máls, en að ekki hafi verið lögð nægjan-
leg áhersla á tæknilega þætti málsins, og einkum þó að ekki hafi verið rætt nóg um þau tækni-
legu vandamál, sem enn væru óleyst á þessu sviði.
Var því ákveðið að halda annan fund um þessa hlið málsins og var sá fundur haldinn 13.
janúar 1993. Til að fjalla um þetta mál var fenginn dr. Bolli Björnsson, og hélt hann mjög
fróðlegt erindi um „Tæknilegar forsendur orkullutnings um sæstreng til útlanda“. Var sá fundur
mjög fjölmennur, um 70 manns, og þótti takast mjög vel.
Þann 24. febrúar 1993 var haldinn fundur í Ráðhúsi Reykjavikur. Var húsið sýnt og Pálmar
Þórisson frá Rafhönnun og Júlíus Karlsson frá Verkfræðistofunni Afli kynntu stjórn- og raf-
búnað Ráðhússins fyrir fundargestum.
Aðalfundur var haldinn 14. apríl 1993 og kynnti Kristinn Andersen þar fyrir fundarmönnum
nýstárlegar aðferðir við stýringu á rafsuðu við óvenjulegar aðstæður, en erindi hans er byggt á
verkefni, sem unnið var fyrir NASA.
í fráfarandi stjórn RVFÍ 1992/93 sátu: Gunnar Ingimundarson, formaður, Steinar Friðgeirs-
son, stallari, Halla Norland, ritari og Þórður Helgason, gjaldkeri.
Orðanefnd RVFÍ hefur starfað vel eins og undanfarin ár en formaður hennar er Bergur Jóns-
son.
Eitt aðalmarkmið stjórnarinnar á þessu félagsári var að reyna að stuðla að aukinni þátttöku
verkfræðinga í VFI. Astæðan er sú að nýútskrifaðir verkfræðingar virðast ekki skila sér til VFÍ
sem skyldi. Til þess að ná þessu markmiði hefur stjórnin reynt að kynna félagsstarfið meðal
annars með því að senda út kynningarbréf til fyrirtækja, þar sem verkfræðingar eru við störf,
og einnig með því að bjóða utanfélagsamönnum að taka þátt í fundum félagsins. Árangurinn
kom fram á því að sjaldan hefur fundarsókn verið meiri á fundi félagsins en á þessu ári, og er
Jóhann Már Maríusson, aðstoðarforstjóri
Landsvirkjunar.
Egill Skúli Ingibergsson, forstjóri
Rafteikningar hf.
Dr. Friðrik Már Baldursson,
Þjóðhagsstofnun.
Egill B. Hreinsson, prófessorí
raforkuverkfræði við Háskóla Islands.