Árbók VFÍ - 01.06.1993, Blaðsíða 59
Skýrslur undirdeilda 57
fundarsókn sennilega ein sú mesta í sögu félagsins. Auk félagsmanna hefur fjöldi utanfélags-
manna sótt fundi félagsins á árinu. Hins vegar virðast þessar aðgerðir ekki hafa haft nein sjáan-
leg áhrif á fjölda félagsmanna og er það því verðugt verkefni fyrir nýja stjórn að halda þessu
starfi áfram og reyna nýjar leiðir í þeirri baráttu.
Á aðalfundi RVFÍ 14. aprfl 1993 voru kosnir í stjórn fyrir árið 1993/94;
Formaður: Steinar Friðgeirsson
Stallari: Guðmundur Olafsson
Ritari: Helga Jóhannsdóttir
Gjaldkeri: Jón Helgi Einarsson
Endurskoðendur : Guðmundur Olafsson og Gísli Júlíusson.
Gunnar Ingimundarson
4 Orðanefnd RVFÍ
Frá síðasta aðalfundi RVFÍ, sent haldinn var 26.5.1992, til þessa, 14.04.93, hélt orðanefnd 27
fundi. Þetta eru óvenjufáir fundir, sem stafar al' því, að ákveðið var að gera langt, fundarlaust
sumarhlé, auk þess sem starfsárið var ekki nema um 10 1/2 mánuður að þessu sinni. Fundir
voru þó haldnir vikulega nema um jólin, alls 25 fundir frá því um miðjan september til loka
mars, í 6 1/2 rnánuð. Meðalfundarsókn var 55% á fundi að frátöldum gestum. Þetta er
óvenjuslæleg fundarsókn. Nefndarmenn voru 11 í lok starfsársins að meðtöldum fulltrúa
Islenskrar málnefndar. Þess ber þó að geta, að tveir nefndarmanna skiptust á um að sækja
fundi, þ.e. starfsmenn Staðlaráðs.
Á aðalfundi RVFÍ 1992 voru eftirtaldir félagsmenn endurkosnir til starfa í orðanefnd;
Bergur Jónsson formaður, Árrnann Ingason, Gísli Júlíusson, Guðrún Rögnvaldardóttir, ívar
Þorsteinsson, Jón Þóroddur Jónsson, Sigurður Briem, SæmundurÓskarsson og Þorvarður Jóns-
son
Með nefndinni starfaði eins og undanfarin ár Hreinn Jónasson, rafmagnstæknifræðingur.
Málfræðilegur ráðunautur nefndarinnar undanfarin 4 ár hel'ur verið Gunnlaugur Ingólfsson,
cand.mag.
Islensk málstöð hefur lagt orðanefnd til aðstoð málfræðilegra ráðunauta um árabil og greitt
þeim þóknun fyrir. Frá og með I. mars á síðastliðnu ári sá stöðin sér ekki lengur fært að greiða
þóknun til ráðunautarins. Gunnlaugur hélt þó áfram að starfa af áhuga nteð orðanefndinni, en
án þóknunar, og sótti fundi nefndarinnar vel allt starfsárið. Aðstoð málfræðiráðunautar er
nefndinni mjög mikilvæg og væri bagalegt, ef sú aðstoð félli niður.
Gestir á fundum orðanefndar voru tveir starfsmenn Löggildingarstofu, þegar fjallað var um
íðorð úr köflum um mælitækni á sérsviði Löggildingarstofunnar. Gestirnir voru Gísli Frið-
geirsson, eðlisfræðingur og Þór Gunnarsson, kennari.
Dr. Guðleifur Kristmundsson formaður fagstjórnar um stöðlun í raftækni ræddi við nefndina
um hugsanlegt samstarf hennar og fagstjórnarinnar um þýðingar á raftækniorðum og útgáfu á
útdrætti valinna orða úr orðasafni ORVFI á ensku og íslensku.
Einnig kom á fundi nefndarinnar Ragnar Fr. Munasinghe starfsmaður Rafmagnseftirlits
nkisins lil að fjalla um fyrrnefnda hugmynd að útgáfu á úrvali orða úr orðasöfnum ORVFÍ.
Ragnar hefur aðstoðað nefndina á undanförnum árum í tölvumálum, bæði við forritun og við
að færa íðorð inn í tölvu ORVFÍ.
Starf orðanefndar á liðnu starfsári mótaðist mjög af samþykkt áætlunar, sem gerð var í