Árbók VFÍ - 01.06.1993, Blaðsíða 60
58 ÁrbókVFÍ 1992/93
október 1990 um efnisval í framhaldi á útgáfu Raftækniorðasafnsins eftir útgáfu 3. bindis. í
samræmi við áætlunina var 4. bindi Raftækniorðasafnsins gefið út 1991 og ráðgert var að gefa
út 5. bindi safnsins árið 1992. A því ári var Bókaútgáfa Menningarsjóðs hins vegar lögð niður
og bókabirgðir, réttindi og aðrar eignir útgáfunnar seldar. Orðanefnd RVFI stóð frammi fyrir
þeim vanda að þurfa að semja við nýjan útgefanda. Tafir komu upp við það, að beðið var eftir,
hver yrðu örlög Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Samvinna orðanefndar og útgáfunnar hafði
staðið frá því um 1964 þegar undirbúin var útgáfa fyrra bindis Raftækni- og ljósorðasafns og
hefur ávallt verið góð þrátt fyrir hnökra, sem upp hafa komið, en leystir hafa verið. Samkvæmt
fyrrnefndri samþykkt nefndarinnar á áætlun um útgáfumál var unnið að þýðingu íðorða úr
þeim köflum Alþjóða raftækniorðasafnsins, IEV, sem birtast eiga í 5. og 6. bindi Raftækni-
orðasafns orðanefndar.
Kaflar, sem birtast í Raftækniorðasafni 5, eru tilbúnir, en síðasta yfirferð er eftir. Ekki er
gert ráð fyrir að hún taki marga fundi.
í safninu verða:
Kafli 441: Rofbúnaður, stýribúnaður og vör
Kafli 446: Rafliðar
Kafli 448: Vernd raforkukerfa
I 6. bindi Raftækniorðasafns verða eftirfarandi kaflar:
Kaflar 301, 302 og 303:
Almenn heiti í rafmagnsmælingum, mælitæki í raftækni og rafeindamælitæki
Kafli 321: Mælispennar
Kafli 351: Sjálfvirk stýring
Kafli 371: Fjarstýring
Orðanefnd þýddi kal'la 301,302, 303 og 371 á starfsárinu og lauk þýðingu í fyrstu yfirferð.
Kaflar32l og 351 hafa áður verið þýddir.
Orðanefnd fékk dr. Önnu Soffíu Hauksdóttur til að lesa yfir kafla 351, Sjálfvirkar stýringar
og hana og Edvard Guðnason til að lesa yfir kafla 371, Fjarstýringu. Eftir er að ræða um at-
hugasemdir þeirra. Gísli Jónsson er að vinna við kafla 411, Snúðvélar, bæði til að gera athuga-
semdir við þýdd orð orðanefndar og til að koma með tillögur þar sem orð vantar. Þessi kafli er
mikið verk og ítarlegt og bindur orðanefnd vonir við að geta gefið hann út síðar sem sjálfstætt
bindi Raftækniorðasafns.
Þegar fjallað var um íðorð úr mælitækni og mælitækjum með fulltrúum Löggildingarstof-
unnar, kom í ljós, að skilgreiningar hugtaka hjá Alþjóða raftækninefndinni voru oft aðrar en
annarra alþjóðastofnana á sérsviði löggiltrar mælitækni. Ekki er ljóst hvort þessi munur hefur
nokkur áhrif á íðorðaval eða kallar á athugasemdir við skilgreiningar.
Nokkrir aðilar leituðu til orðanefndar með fyrirspurn um íðorð úr rafmagnsfræði. Þar má
nefna fyrirspurn frá orðabókardeild Arnar og Örlygs vegna fransk-íslenskrar orðabókar, frá
EB þýðingarhópi vegna þýðingar á EB-tilskipun og l'rá Jakobi Björnssyni orkumálastjóra.
Sú spurning vaknaði innan orðanefndar, hvað gera skyldi, þegar Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs yrði lögð niður. Niðurstöður nefndarinnar leiddu til viðræðna við forráðamenn útgáfunnar
og tókust samningar um að orðanefnd keypti óseldar birgðir af 1. - 4. bindi Raftækniorðasafns
á 312.700,- kr., rúmlega 1.500 bækur. Bókaútgáfa Menningarsjóðs framseldi ORVFÍ útgáfu-
rétt sömu bóka án endurgjalds. Sömuleiðis lét bókaútgáfan orðanefnd f té, án endurgjalds, þær