Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 61
Skýrslur undirdeilda 59
prentfilmur, sem til eru vegna Raftækniorðasafns og vistaðar eru hjá Prentsmiðjunni Odda.
Loks er orðanefnd heimilt að nota áfram sama brot og útlit bóka í komandi útgáfum og verið
hefur. Ljóst er, að orðanefnd gerði hér góðan samning. Bækurnar eru geymdar í geymslu hjá
Pósti og síma. Þær voru greiddar að fullu við viðtöku.
Orðanefnd skrifaði 10 bókaútgáfum og spurði um áhuga þeirra á að taka að sér að gefa út
Raftækniorðasafn í framtíðinni. Svör bárust frá 5 fyrirtækjum. Tvö þeirra sýndu áhuga á við-
ræðum, sem þó eru ekki hafnar.
Orðanefnd mælti með því við Verkfræðingafélag íslands, að það gerðist stofnfélagi að mál-
ræktarsjóði, eins og orðanefnd sjálf og einstaklingar innan hennar. Verkfræðingafélagið fylgdi
tilmælum orðanefndar.
Eins og vikið er að framarí þessari skýrslu, hefur orðanefnd áhuga á að gefa út ensk-íslenskan
útdrátt úr orðasöfnum sínum, jafnvel fyrir næsta haust. Unnið er af kappi að undirbúningi
þessa verks, auk hefðbundinna orðanefndarstarfa.
Oft hefur komið fram í umræðum að í Alþjóða raftækniorðasafnið vanti mörg almenn orð,
sem kenna má við raftækni, t.d. heiti á rafföngum á heimilum, svo að dæmi sé nefnt. Orða-
nefndarmenn hafa oft rætt þörfina á því að safna orðum, sem ekki eru nefnd í alþjóðasafninu.
Hins vegar hafa verkefni verið svo mörg, að ekki hefur unnist tími til að safna þessum orðum
skipulega. Ef félagar RVFÍ luma á orðalistum, helst á íslensku ásamt útlendu máli eða málum,
þiggur orðanefnd slíkar skrár með þökkum.
Rætt er um að kaupa öflugri hugbúnað í ferðatölvu orðanefndar, jafnvel að stækka um leið
harðan disk og innra minni. Athugunum er ekki lokið. Tölvan er mikið notuð á fundum orða-
nefndar við orðaleit.
Skýrsla um starf orðanefndar birtist í 4. bindi Árbókar VFÍ um starfsárið 1991/1992.
Orðanefnd barst bæklingurinn: Nordic Cultural Requirements on Information Technology.
Summary Report.
Islensk málstöð sendi ORVFÍ ársskýrslu sína um árið 1992.
Orðalistar frá orðanefnd byggingarverkfræðinga berast nefndinni um leið og þeir koma út
sem sérprent með tímariti Vegagerðar ríkisins, Vegamálum.
Samkvæmt reikningum ORVFÍ fyrirárið 1992 var rekstrarhagnaður almanaksársins 189.244
krónur. Eignir í sjóði voru 687.848 kr. Útistandandi kröfur 46.700 kr. Sjóður og kröfur námu
því 734.548 kr.
Eins og undanfarin ár naut orðanefnd gestrisni og velvildar Orkustofnunar á fundum sínum.
Fyrir það er nefndin þakklát.
Að lokum þakkar orðanefnd frú Svövu Guðmundsdóttur fyrirhöfn hennar og hjálpsemi við
að undirbúa fundina með því að kanna fundarsókn og hafa umsjón með veitingum eins og
undanfarin ár.
Bergur Jónsson, formaður ORVFÍ
5 Vélaverkfræðingadeild
Stjórn vélaverkfræðingadeildar er óbreytt frá fyrra ári en hana skipa: Hafliði Loftsson formað-
ur, Sigurður Brynjólfsson gjaldkeri og Helgi Jóhannesson ritari.
Stjórnarfundnir voru haldnir þrisvar sinnum á starfsárinu. Stjómarfundir hafa verið haldnir
formlegir og að stórum hluta hefur umræðuefnið verið l'undir og eða þær vísindaferðir sem
deildin hefur staðið fyrir. Á aðalfundi 1992, var samdóma álit allra fundarmanna að deildin