Árbók VFÍ - 01.06.1993, Síða 63
Skýrslur undirdeilda 61
Davíð Lúðvíksson, Félagi íslenskra iðnrekenda, fjallaði um fyrirtækjanet og kosti þeirra fyrir
iðnfyrirtæki í dreifbýli. Taldi Davíð að þetta væri hagkvæmur kostur fyrir íslensk fyrirtæki og
myndi styrkja markaðsstöðu þeirra. Til að mynda urðu fyrirtækjanet einmitt til á samdráttar-
skeiði þar sem stjórnendur fyrirtækja unnu saman öllum til hagsbóta. Nefndi Davíð máli sínu
til stuðnings fyrirtækjanet svo sem, Ferðaþjónustu bænda og Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna.
Erindin verða ekki rakin frekar hér en afrit af flestum er til hjá ritara deildarinnar.
Fimmtudaginn 14. janúar 1993 var farin vísindaferð í Marel hf. Alls mættu um 24 verk-
fræðingar í mjög svo vel heppnaða og athyglisverða heimsókn.
Fyrirtækið og starfsemi þess var kynnt af Þórólfi Árnasyni markaðsstjóra og Geir A. Gunn-
laugssyni framkvæmdastjóra. Tækifæri gafst m.a. að skoða þann nýja búnað sem ætlaður er
inn á kjúklingamarkaðina erlendis. Má þar vænta mikils vaxtar rætist áætlanir forráðamanna
Marels.
Marel hf. er eitt fárra fyrirtækja hér á landi sem ber með sér erlent yfirbragð hvað varðar
framleiðslu og skipulag. Fyrirtækið stendur að mörgu leyti erlendum keppinautum sínum
framar hvað varðar tækni, markaðssókn og slagkraft.
Ekki verður hér rakin nánari lýsing af heimsókninni, en benl á gildi svona ferða fyrir verk-
fræðinga bæði hvað varðar fróðleik, samstöðu og samskipti.
Að lokum þakkar stjórn VVFÍ forráðamönnum Marels hf. fyrir góðar móttökur, fræðandi
erindi, og ekki síst það að fyrirtækið sýnir ótvírætt fram á að verkfræðingar séu mjög hæfir til
stjórnunar fyrirtækja.
Hafliði Loftsson, formaður
6 Efnaverkfræðideild
1 stjórn EVFÍ sitja enn Þór Tómasson, Jón Örn Bjarnason og Heiða Pálmadóttir. Stjórnin hélt
enga fundi veturinn 1992-1993. Deildin stóð fyrir einum fundi í samvinnu við Jón Hjaltalín
Magnússon og Málstofu í efnafræði. Var hann haldinn í Tæknigarði nú síðastliðið vor. Nánar
um hann hér á eftir. Þá vann formaður umsagnir, meðal annars um hugmyndir Jóns Hjaltalíns
og fleiri um efnaiðnaðarsvæði á Suðurnesjum.
Efnaiðnaðarsvæði. Þar er á ferðinni mjög áhugaverðar hugmyndir sem efnaverkfræðingar
eiga að styðja með öllum ráðum. Undirritaður hefur þá trú að ef á að stuðla að uppbyggingu
efnaiðnaðar hér á landi þá verði stjórnvöld og áhugaaðilar um þessi mál að koma upp svæði
þar sem eru til staðar orkuveita (gufuorka og raforka), vatnsveita og sérhæfð fráveita og
úrgangsförgun. Þannig geti fyrirtæki komið og sett upp framleiðslu sína á svæði þar sem öll
aðstaða er tilbúin. Suðurnes henta sérstaklega vel vegna þess að þar er fer saman byggð, háhiti
og ódýr gufuorka, ferskvatn, og samgöngur við útlönd.
Fundur urn möguleika á sviði rafefnaiðnaðar. Þann 19. maí 1993 héll dr. Theodore R.
Beck erindi um möguleika á sviði rafefnaiðnaðar á fjölsóttum fundi. Dr. Beck er Vestur-
Islendingur og rekur eigið ráðgjafafyrirtæki á þessu sviði, The Elecrochemical Technology
Corp. Dr. Beck er með virtari fræðimönnum og ráðgjöfum á þessu sviði í Bandríkjunum.
Undirrituður kynntist honum við nám í þessum fræðum þar í landi fyrir um 10 árum. Það var
mér því sérstök ánægja að kynna hann á þessum fundi. Hann flutti þar erindi sem hann nefndi
„Induslrial Electrochemical Processes“ og fjallaði þar um helstu framleiðsluferlin, klóralkalí-
h'amleiðslu og álvinnslu og að auki nokkur önnur vel þekkt framleiðsluferli.
Flest stærri framleiðsluferlin byggja á ólífrænni efnafræði. Eitt framleiðsluferli er þó nýtt