Árbók VFÍ - 01.06.1993, Blaðsíða 67
Félög tengd VFI 65
Runólfur Maack er fulltrúi FRV í nefnd á vegum VFÍ um útflutning tækniþekkingar.
Fulltrúi félagsins í nefnd um stórar stíflur er Pálmi Ragnar Pálmason og Finnur Jónsson til
vara.
Sigþór Jóhannesson er fulltrúi í kjarakönnunarnefnd ásamt fulltrúum Stéttarfélags verk-
fræðinga.
Guðrún Zoéga er framkvæmdastjóri félagsins í hálfu starfi.
1.3 Viðfangsefni stjórnar
Stjórnin hélt 21 bókaðan fund á árinu og er helstu viðfangsefna getið hér á eftir.
Gjaldskrá. Akveðið var að gjaldskrárnefnd sæti áfram og hefur hún lýst eftir athugasemd-
um við „Skilmála um verkfræðiráðgjöf‘. Er ætlunin að gefa út breytingar, þegar ástæða er til.
Afkoma og rekstur FRV-fyrirtækja. Gerð var könnun á afkomu og rekstrarkostnaði FRV-
fyrirtækja fyrir árið 1991. Þetta er í þriðja sinn sem reynt hefur verið að gera slíka könnun en
því miður urðu heimtur með lakasta móti að þessu sinni, en svör bárust frá 13 fyrirtækjum. Hjá
þessum fyrirtækjum störfuðu 224 tæknimenn og 82 aðrir starfsmenn eða 301 samtals. Velta á
starfsmann var tæplega 3,9 m.kr., hafði aukist um 4,3% frá árinu áður, en byggingarvísitalan
hafði hækkað um 7,6%. Launakostnaður á starfsmann var tæplega 2,8 m.kr. eða 9,4% hærri en
árið áður. Annar kostnaður hækkaði á milli ára um 9% og hagnaður minnkaði úr 8,4% í 4,1%.
Atvinnuástand og verkefnastaða. Atvinnuástand og verkefnastaða var kannað á árinu, en
hafði áður verið kannað í desember árið 1991. Niðurstaða fyrri könnunarinnar var m.a. að yfir-
vinna hafði dregist saman eða um 10-30%, mismunandi mikið eftir stofum. Jafngilti sá sam-
dráttur 42 ársverkum. Sú könnun benti einnig til þess að starfsfólki mundi fækka urn allt að
12% á fyrstu mánuðum ársins 1992, en heildarstarfsmannafjöldi hjá FRV-fyrirtækjum stóð
nokkurn veginn í stað árið 1991.
Þá höfðu fyrirtækin að meðaltali verkefni til tæplega fjögurra mánaða.
Önnur könnun á ástandinu var gerð í september sl. Þá hafði yfirvinna enn dregist saman eða
úr um 7,5% um áramót í 5,5%. Svör við þeirri könnun bárust frá átján fyrirtækjum sem höfðu
samtals 304 starfsmenn um áramótin 1991-1992. Þann 1. októberhafði starfsmönnum þessara
fyrirtækja fækkað um 28 eða 9% frá áramótum og úllit fyrir að þeim fækkaði um 5% til við-
bótar til áramóta. Fyrirliggjandi verkefni voru til tæplega fjögurra mánaða að mati forsvars-
manna fyrirtækjanna.
Nýlega hafa fyrirtækin í FRV fengið send könnunareyðublöð, þar sem ætlunin er að kanna
bæði rekstrarafkomu og verkefnastöðu. Því miður hafa ekki enn borist mörg svör en vonandi
stendur það til bóta.
Útboð á hönnun. Á vegum Reykjavíkurborgar var boðin út hönnun Rimaskóla. Félag ráð-
£jafarverkfræðinga gerði athugasemdir við úlboðsgögn og vinnubrögð við útboðið. Haft var
samband við Arkitektafélag Islands um málið og áttu forsvarsmenn félaganna l'und með borg-
arstjóra, þar sem reynt var að skýra málið. Ákveðið hefur verið að eiga fund með borgarverk-
Iræðingi og forstöðumanni Borgarskipulags varðandi þessi mál, en af þeim fundi hefur ekki
orðið ennþá.
Rannsóknarverkefni. Félag ráðgjafarverkfræðinga, ásamt Rannsóknastofnun byggingar-
tðnaðarins og byggingarstaðlaráði, fékk styrk frá Húsnæðisstofnun ríkisins til forstaðlarann-
sókna á vind-, snjó- og jarðskjálftaálagi fyrir nýja Evrópustaðla. Vinnan er í gangi og koma
nokkrir FRV-félagar þar við sögu. Ólafur Erlingsson er fulltrúi FRV í verkefnisstjórn.