Árbók VFÍ - 01.06.1993, Qupperneq 74
72 ÁrbókVFÍ 1992/93
Nú eiga l .343 sjóðfélagar réttindi
í sjóðnum, en af þeim eru rúmlega
1.100 greiðandi. Sjóðfélögum fjölg-
aði um 43 á árinu.
3.1 Afkoma sjóðsins árið 1992
Reikningar sjóðsins eru endurskoð-
aðir og settir upp samkvæmt reglum,
sem bankaeftirlit Seðlabanka íslands
setti, en reglurnar byggjast á lögum
frá 1991 um ársreikninga og endur-
skoðun lífeyrissjóða.
Hrein eign til greiðslu lífeyris
hækkaði á árinu um 385 m.kr. og var í árslok 2.713 m.kr. Nemur hækkunin 16,5% á milli ára.
Eignin var í árlok 1992 varðveitt eins og fram kemur í töflu 1.
Skuldabréf sjóðfélaga eru nú í fyrsta sinn minna en helmingur af heildareign sjóðsins.
Heildariðgjöld til sjóðsins lækkuðu um 0,3% eða um tæpa 1 m.kr. á milli ára. Reyndar
hækkuðu regluleg iðgjöld um rúmar 5 m.kr., en tilflutt iðgjöld lækkuðu um rúmar 6 m.kr. Slík
breyting á milli ára hel'ur ekki sést áður, en af þessu má sjá versnandi atvinnuástand hjá verk-
fræðingastéttinni.
Lífeyrisgreiðslur hækkuðu um tæp 28% á milli ára. Lífeyrisþegum fjölgaði um átta á árinu.
Sex fóru á ellilífeyri, einn á örorkulífeyri og einn á makalífeyri. Á fyrstu 5 mánuðum ársins
1993 hefur lífeyrisþegum fjölgað um þrjá, og er nú greiddur lífeyrir vegna 56 sjóðfélaga.
Lífeyrisgreiðslur skiptast eins og fram kemur í töflu 2. Hlutdeild ellilifeyris í lífeyrisgreiðsl-
um vex frá ári til árs, en hlutdeild makalífeyris í lífeyrisgreiðslum hefur lækkað úr 40% í 20%
á síðustu fimm árum.
Á árinu 1992 var greidd síðasta greiðsla til Umsjónarnefndar eftirlauna og er þá þeirri skatt-
lagningu lokið. Hæstur var sá skattur 5% af iðgjöldum til sjóðsins á fyrri hluta níunda áratug-
arins. Iðgjöld greidd sjóðnum á þeim tíma, sem skatturinn var greiddur, veita lægri réttindi en
þau annars hefðu gert.
Rekstrargjöld að frádregnum rekstrartekjum aukast um tæp 21% á milli ára og eru þau 7,8%
af iðgjöldum og 0,82% af meðaleign sjóðsins. Hlutfall kostnaðar af meðaleign er svipað og á
árinu á undan, en hlutfall kostnaðar af iðgjöldum hærra, en eins og áður sagði stóðu iðgjöld
nánast í stað í krónutölu á meðan eignin hækkaði á milli ára.
Aukning rekstrargjalda á milli ára skýrist að miklu leyti af breytingum samfara útskipta á
tölvum og tölvubúnaði og innsetningu og bókun gagna í tvö kerfi um tíma. Tölvur þær sem
keyptar voru 1985 voru orðnar úreltar og of afkastalitlar fyrir sjóðinn.
Ráðstöfunarfé sjóðsins
jökst um rúm 11 % milli ára.
Nafnávöxtun sjóðsins var
6,6%. Það er 4,9% raun-
ávöxtun miðað við láns-
kjaravísitölu en 5,3% miðað
Tafla 2 Skipting lífeyrisgreiðslna. við byggingavísitölu, og er
1992 1991 1990 1989 1988
Ellilífeyrir kr. 14.019.330 68% 66% 60% 57% 54%
Örorkulífeyrir kr. 1.963.120 9% 8% 13% 10% 3%
Makalífeyrir kr. 4.157.204 20% 24% 25% 31% 40%
Barnalífeyrir kr. 594.664 3% 2% 2% 2% 3%
41,9% (39,9%) í verötr. lánum fjárfestingalánasjóða
49,3% (50,6%) í verðtryggðum lánum til sjóðfélaga
0,1% (0,1%) í óverðtryggðum lánum til sjóðfélaga
0,8% ( 1,0%) í öðrum verðtryggðum lánum
0,1% (0,1%) í fyrirframgreiddri húsaleigu
1,5% ( 1,8%) í Verkfræðingahúsi
5,3% ( 6,0%) í skammtímakröfum
0,5% ( 0,0%) í hlutabréfum
0,2% ( 0,0%) í öðrum eignum
0,3% 100,0% ( 0,5%) í lausafé
Tafla 1 Varðveisia eigna sjóðsins í árslok 1992 (gilclifrá
1991 innan sviga).