Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 76
74 ÁrbókVFÍ 1992/93
Lífeyrissjóðurinn hefur ekki
gengið hart að sjóðfélögum þegar
greiðslur afborgana og vaxta af
lánum hafa dregist. E.t.v. hefur
verið litið svo á, að sjóðurinn tæki
ekki áhættu með þessu, enda
skuldin tryggð með veði og drátt-
arvextir reiknaðir á greiðslur í van-
skilum.
Nýlega var sú lagabreyting gerð,
að veð tryggir ekki dráttarvaxta-
kröfu meira en ár aftur í tímann,
þegar um vanskil er að ræða. Segja
má að þessi breyting bæti hag
þeirra sem taka veð sem tryggingu,
þar eð minni líkur eru á, að dráttar-
vextir setji stórt strik í reikninginn,
þegar það er gert upp eftir uppboð.
A hinn bóginn gerir þetta kröfu
um stífari innheimtu, því segja má,
að verið sé að taka áhættu á töpuð-
um fjármunum, sé vanskilum leyft að verða meira en ársgömlum. Reikna verður með, að
lífeyrissjóðurinn muni taka mið af þessari staðreynd í framtíðinni.
Stjórnin samþykkti í maí 1993 að stefna að því að senda sjóðfélögum gíróseðla til að greiða
af veðskuldum sínum við sjóðinn og ætti það að verða til hagræðis bæði fyrir sjóðfélagana og
skrifstofu sjóðsins.
3.4 Útsending upplýsinga um lífeyrisréttindi
Vorið 1992 voru sjóðfélögum sendar upplýsingar um réttindi sín hjá sjóðnum, eins og þau
voru skv. bókum sjóðsins í árslok 1992. Þetta var í annað sinn sem sjóðfélagar fá sendar slíkar
upplýsingar. Um leið var sjóðfélögum í fyrsta sinn greint frá hlutdeild sinni í tryggingafræði-
legum hagnaði, en þar var um að ræða 30 m.kr. af 46 m.kr. hagnaði ársins 1991, sem aðal-
fundur sjóðsins í maí 1992 samþykkti að varið yrði til hækkunar lífeyrisréttinda sjóðfélaganna.
Hlutdeild hvers sjóðfélaga í hagnaðinum hækkar lífeyrisrétt hans skv. eingreiðslutöflu reglu-
gerðarinnar.
Hjá sumum sjóðfélögum hefur orðið lækkun á heildarlífeyrisrétti eins og hann var í árslok
1992 frá því sem hann var ári áður. Heildarlífeyrisréttur er sá ellilífeyrisréttur sem sjóðfélagi
kemur til með að fá við 65 ára aldur, greiði hann til sjóðsins árleg iðgjöld, sem samsvara með-
altali iðgjalda síðustu þriggja ára. Því er það, að ef eitt ár eru greidd iðgjöld, sem eru að raun-
gildi lægri en iðgjöldin voru að meðaltali næstu þrjú árin á undan, þá lækkar meðaliðgjaldið
sem notað er við framreikning og afleiðingin er lækkun á hei 1 darlífeyrisrétti.
Sumum finnst, að eldri sjóðfélagar hafi lítinn lffeyrisrétt hjá sjóðnum en lífeyrisréttur þeirra
er yfirleitt reiknaður út skv. svokallaðri 80% reglu. Sú regla er í bráðabirgðaákvæði í reglu-
gerðinni. í fréttabréfi sjóðsins hel'ur verið sýnt hvernig sjóðfélagi með M.Sc. próf, sem greiðir
Mynd 4 Jón Hallsson framkvœmdastjóri LVFÍ í liófi VFÍ
vegna vígslu Finnbogaluiular 2. maí 1992.