Árbók VFÍ - 01.06.1993, Side 77
Félög tengd VFI 75
iðgjöld til sjóðsins frá 26 ára aldri skv. lágmarksiðgjaldatöflunni eins og hún er nú, og fær
lífeyri skv. 80% reglu, fengi við 65 ára aldur kr. 62.500 á mánuði í ellilífeyri. Nú er það svo, að
meðallífeyrisréttur þeirra sjóðfélaga sem eru nú að nálgast 65 ára aldur er kr. 40-45 þús. á
mánuði. Skýringin á svo lágum lífeyrisrétti er sú, að annaðhvort hafa viðkomandi sjóðfélagar
byrjað seint að greiða iðgjöld til sjóðsins eða þeir hafa, a.m.k. um tíma, greitt lág iðgjöld.
3.5 Tryggingafræðileg úttekt
Tryggingafræðingur sjóðsins, Bjarni Guðmundsson, hefur gert tryggingafræðilega úttekt á
sjóðnum miðað við árslok 1992. Út úr þeirri úttekt kemur, að tryggingafræðilegur hagnaður
hefur orðið á rekstri sjóðsins á árinu 1992, og nemur sá hagnaður tæpum 20 m.kr. Þessi hagn-
aður er til kominn vegna þess, að ávöxtun sjóðsins var meiri en þau 3,5%, sem reiknigrund-
völlurinn gerir ráð fyrir, tryggingafræðilegar aðstæður voru hins vegar lakari en gert er ráð
fyrir, einnig var rekstrarkostnaður hærri en gert er ráð fyrir í reiknigrundvellinum.
A aðalfundi þ. 24. maí 1993 var samþykkt sú tillagatryggingafræðings sjóðsins, að af tæpum
20 m.kr. tryggingafræðilegum hagnaði verði 15 m.kr. varið til hækkunar á lífeyrisréttindum
sjóðfélaganna, en tæpar 5 m.kr. lagðar í varasjóð og komi þar til viðbótar þeim rúmurn 17
m.kr. sem eru í varasjóði frá í fyrra.
3.6 Rekstrarkostnaður
Eftir að bankaeftirlit Seðlabankans gaf í nóvember 1992 út í bókarformi upplýsingar úr árs-
reikningum lffeyrissjóða fyrir árið 1991, er auðveldara en áður að bera saman kennitölur um
rekstur sjóðanna. Hafa verður í huga, að tölur eru ekki í öllum tilfellum samanburðarhæfar.
Dæmi eru um, að launagreiðandi greiði a.m.k. hluta rekstrarkostnaðar og óvíst er hvernig
tilgreindur er í ársreikningum húsnæðiskostnaður þeirra sjóða sem búa í eigin húsnæði.
Þó virðist vera, að rekstrarkostnaður okkar sé í hærri kantinum. Skýringin á því mun að
hluta til vera sú, að við göngum eftir að innheimta iðgjöld skv. lágmarksiðgjaldatöllu, á meðan
aðrir taka við þeim iðgjöldum sem þeim berast. Lágmarksiðgjaldataflan gefurokkurbetri stöðu
í innheimtu ef t. d. skilagreinum er ekki skilað, en gerðardómsmálið, sem greint er frá síðar í
þessari skýrslu, sýnir, að sjóðurinn getur orðið ábyrgur fyrir þeim iðgjöldum, sem greiða ber til
sjóðsins þótt þau berist ekki.
Breytingar í tölvumálum valda nú auknum kostnaði um tíma, en gera verður ráð fyrir, að
nýtt lölvukerfi skili sér til baka í bættri vinnu og minni kostnaði í framtíðinni.
Hækkun á innheimtugjaldi og gjaldi fyrir veðflutning, svo og ný gjaldskrá sjóðsins fyrir
innheimtubréf, munu auka tekjur á móti þeim rekstrarkostnaði, sem er nú hjá sjóðnum. Hér er
um að ræða, að þeir sem eru valdir að ákveðnum hluta rekstrarkostnaðar sjóðsins, greiði þann
kostnað, en ekki aðrir sjóðfélagar.
Það verður verkefni stjórnarinnar á næstu misserum að sjá til þess, að rekstrarkostnaður
sjóðsins verði sambærilegur því sem er hjá öðrum sjóðunr, en í þessu máli eru allir sjóðfélagar
á sama báti. Ein leið til að ná þessu markmiði væri samstarf við aðra sjóði um rekstur, en tveir
sjóðir hafa haft samband við LVFI unr viðræður um samstarf. Rætt verður við þessa sjóði við
fyrsta hentugleika.
Annar möguleiki er að verðbréfafyrirtæki verði falinn rekstur sjóðsins. Stjórninni barst í
vetur tilboð frá einu verðbréfafyrirtæki og hefur hún það til skoðunar. Rétt er að fara að öllu
með gát í þessu, því ekki er víst að auðvelt væri að snúa til baka, eftir að skrifstofu sjóðsins
hefði verið lokað og verðbréfafyrirtæki falinn reksturinn.