Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 79
Félög tengd VFI 77
skuli að lækkun vaxta. Með sömu samningum er halli ríkissjóðs aukinn, en það gæti aftur leitt
til hækkunar vaxta. Ríkisstjórnin hefur gefið út yfirlýsingu um skatt á vexti frá byrjun árs 1994
og telja sumir, að það komi til með að hafa áhrif til hækkunar vaxta.
Á meðan arðsemi fyrirtækja hér á landi er ekki meiri en hún er um þessar mundir, er með
háum vöxtum verið að flytja eigið fé þeirra sem skulda til þeirra sem eiga fjármagn.
3.8 Gerðardómur
I árslok síðasta árs var felldur gerðardómur í ágreiningsefni milli sjóðsins og eins sjóðfélaga.
Sjóðfélaginn hafði verið framkvæmdastjóri fyrirtækis, en afdregnum iðgjöldum var ekki skil-
að til sjóðsins. Framan af var sjóðnum ekki kunnugt um vinnustað sjóðfélagans. Fyrirtækið
varð síðar gjaldþrota og tapaðist iðgjaldakrafan. Stjórnin taldi að á meðan iðgjöldum væri ekki
skilað ætti sjóðfélaginn ekki lífeyrisréttindi vegna þeirra hjá sjóðnum, enn fremur var talið, að
sjóðfélaginn væri sjálfur í skuld við sjóðinn vegna þessara iðgjalda, enda hefði hann sjálfur
borið ábyrgð á að iðgjöldin bárust ekki.
Til að skera úr þessu ágreiningsefni var í samræmi við reglugerð sjóðsins skipaður gerðar-
dómur og kvað hann upp úrskurð í desember 1992. Úrskurðurinn var á þann veg, að sjóðfélag-
inn væri skuldlaus við sjóðinn og enn fremur að hann ætti lífeyrisréttindi í sjóðnum fyrir
umrætt tímabil. Jafnframt var lífeyrissjóðurinn dæmdur til að greiða tæpa hálfa milljón króna í
kostnað vegna málsins og er sá kostnaður talinn með í rekstrarkostnaði ársins 1992.
Stjórn lífeyrissjóðsins þykir niðurstaða dómsins vægast sagt einkennileg, sérstaklega niður-
staðan um að sjóðfélaginn skuli eiga hjá okkur lífeyrisrétt vegna greiðslna sem hann sjálfur bar
ábyrgð á að ekki var skilað. Stjórnin hefur íhugað að höfða mál til ógildingar dóminum vegna
tæknilegra og efnislegna ágalla sem á honum eru. Viðræður standa nú yfir við sjóðfélagann
um sátt í málinu.
3.9 Verkfræðingahús
Eins og sjóðfélögum er kunnugt á lífeyrissjóðurinn 1. hæð í Verkfræðingahúsi. Sjóðurinn leigir
þetla húsnæði út, en leigir hins vegar rúma 100 m2 (nettó) húsnæði fyrir starfsemi sína á 2. hæð
hússins af Verkfræðingafélaginu.
Á fyrstu hæð leigja af okkur verðbréfafyrirtæki í austurenda og lögfræðiskrifstofa í vestur-
enda, báðir mjög góðir leigjendur. Verðbréfafyrirtækið kom inn þegar húsgagnaverslun, sem
leigði áður af okkur, hætti starfseminni og varð síðar gjaldþrota. Líklegast er, að óbreytt fyrir-
komulag verði á útleigu 1. hæðar næslu árin.
Lífeyrissjóðurinn á minnihluta af kjallara á móti Verkfræðingafélaginu. Leigutakinn þar
hel'ur ekki staðið sig vel í að greiða umsamda leigu. Þau mál eru nú í sérstakri skoðun í sam-
ráði við Verkfræðingafélagið.
Það hefur verið rætt í samtölum stjórnarinnar við fulltrúa Verkfræðingafélagsins, að lil álita
kæmi að selja hlut lífeyrissjóðsins í húsinu til félagsins. Stjórnin er fyrir sitt leyti hlynnt slíkri
sölu.
3-10 Erlendar fjárfestingar
Á aðalfundinum 24. maí I993 var samþykkt tillaga um breytingar á reglugerð LVFÍ, sem opnar
fyrir l járfestingar lífeyrissjóðsins erlendis, en að óbreyttum reglum verða fjárfestingar erlendis
heimilar við gildistöku EES, þó ekki síðar en í ársbyrjun I994.
Hið nýja ákvæði reglugerðarinnar er með þeirri takmörkun, að eign í erlendum verðbréfum
hverju sinni sé ekki meiri en 5% af hreinni eign til greiðslu lífeyris. Rætt hefur verið um, að