Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 83
Lög og reglur 81
5. gr.
Verkfræðinemar, sem lokið hafa tveimur námsárum af háskólanámi í verkfræði eða vís-
indagrein, sem verkfræðin byggist á, geta orðið félagar með takmörkuðum réttindum og skyld-
um skv. 11. og I2.gr. meðan þeir stunda námið. Nefnast þeir ungfélagar.
6. gr.
Aðalstjórn félagsins getur boðið fræðimönnum í raunvísindum og framkvæmdamönnum að
gerast kjörfélagar, enda mæli sérstakar ástæður með því.
7. gr.
Aðalstjórn félagsins getur kjörið heiðursfélaga menn, sem leyst hafa af hendi mikilsverð
störf á sviði verkfræði eða vísinda.
Inntaka félaga
8. gr.
Aðalstjórn setur menntamálanefnd reglur um meðferð umsókna (inntökureglur), þar sem
m.a. skal kveðið á um lágmarkskröfur sem gera skal lil menntunar nýrra félagsmanna.
Þeir, sent óska að gerast félagar skv. 1. lið 4.gr., skulu senda framkvæmdastjórn umsóknir
um inngöngu á þar til gerðum eyðublöðum ásamt æviágripi og mynd.
Framkvæmdastjóri félagsins sendir menntamálanefnd VFÍ til umsagnar allar umsóknir um
inngöngu í félagið og/eða verkfræðingstitilinn.
Ef umsögn menntamálanefndar er jákvæð og umsækjandi íslenskur ríkisborgari ber fram-
kvæmdastjórn að veita honum aðild að félaginu.
Ef umsögn er jákvæð, en umsækjandi erlendur ríkisborgari, þarf meirihluti aðalstjórnar
félagsins að mæla með inngöngu í félagið.
Ef umsögn er neikvæð getur aðalstjórn ekki veitt viðkomandi aðild að félaginu, nema í
algjörum undantekningartilvikum, t.d. ef viðkomandi getur ekki aflað tilskilinna gagna vegna
styrjalda eða af stjórnmálalegum ástæðum. í slíkum tilfellum þarf aðalstjórn að santþykkja
inngöngu samhljóða.
9. gr.
Verkfræðinemar, sem óska eftir inntöku samkv. 5.gr., skulu senda framkvæmdastjórn skrif-
lega umsókn.
Framkvæmdastjórn tekur endanlega afstöðu til slíkra umsókna.
10. gr.
Til kjörs kjörfélaga og heiðursfélaga þarf samhljóða atkvæði allra aðalstjórnarmanna.
Skyldur félaga
11. gr.
Félagsmönnum er skylt að fara eftir lögum félagsins, stéttarreglum, sanikeppnisreglum og
öðrum samþykktum þess.
Sérhver almennur lelagi er skyldur til að verða við kosningu til starfa í félaginu, nema gild
lorföll hamli, en getur neitað endurkjöri jafnlangan tíma og hann hefur gegnt störfum.