Árbók VFÍ - 01.06.1993, Síða 93
Lög og reglur 91
Ef einhver nefndarmanna á hagsmuna að gæta eða er í nánum tengslum við aðila kærumáls,
skal hann víkja sæti og varamaður skipaður í hans stað.
Nefndin skal halda gjörðabók þar sem skráðar eru fundargerðir og afgreiðsla mála.
22. grein. Stjórn VFÍ hefur eftirlit með því, að reglunr þessurn sé fylgt. Hún vísar málum til úr-
skurðar siðanefndar þegar henni finnst ástæða til. Einstakir verkfræðingar, svo og einstak-
lingar, fyrirtæki eða stofnanir, geta einnig skotið ágreiningsefnum eða álitamálum til úr-
skurðar nefndarinnar.
Verkfræðingi er skylt að boði siðanefndar að gera henni viðhlítandi grein fyrir máli sínu út
af meintu broti eða ágreiningi um skilning á reglum þessum. Ber honum í því efni að svara
og sinna án ástæðulauss dráttar fyrirspurnum og kvaðningum siðanefndar.
Ágreiningur milli verkfræðinga um skilning á reglum þessum sætir úrskurði siðanefndar.
23. grein. Nú er birtur úrskurður eða álit siðanefndar og skal þá því aðeins geta nafna aðila, að
nefndin telji það nauðsynlegt, m.a. vegna hagsmuna annarra verkfræðinga eða vegna fyrri
afskipta stjórnar félagsins.
24. grein. Stjórn VFÍ getur veitt einstökum verkfræðingum áminningu fyrir minniháttar brot
eða vítt verkfræðinga fyrir meiriháttar brot.
Láti félagi sér ekki segjast getur stjórn VFÍ vikið honum tímabundið úr félaginu. Ævarandi
brottrekstur tekur þá fyrst gildi er tillaga um hann hefur verið samþykkt á aðalfundi. Slíkar
ákvarðanir skulu birtar í málgagni félagsins.
Framanskráðar siðareglur má ekki skoða sem tæmandi taldar um góða verkfræðingshætti.
4 Reglur um geröadóm VFÍ
(Samþykktar á aðalfundi 27. febr. 1974)
Verkfræðingafélag íslands tekur að sér að skipa gerðardóm til að leggja fullnaðarúrskurð á
ágreining manna í tæknilegum málum og öðrum málum þeinr nátengdum.
1. gr.
Beiðni um skipun gerðardóms má senda stjórn Verkfræðingafélagsins, þegar ágreiningur rís
út af samningi um vinnu, efnisframlög eða tæknileg mál og önnur mál þeim nátengd.
Nú er ákveðið í samningi, að ágreiningur, senr rísa kann út af honum milli aðila, skuli
útkljáður með gerðardómi eftir fyrirmælum þeim, sem hér eru sett, og nægir þá, að annar máls-
aðili beiðist gerðardómsins.
Ef samningur aftur á móti ber það ekki með sér, að gerðardóms Verkfræðingafélagsins skuli
leitað, eða ef samningur er enginn, en báðir málsaðilar vilja hlíta gerðardómi Verkfræðinga-
félagsins, skulu þeir báðir senda félagsstjórninni beiðni um skipun dómsins og jafnframt yfir-
lýsingu um, að þeir játist undir allar þær reglur, er hér eru settar.
2. gr.
Beiðni unr gerðardóm skal vera skrifleg og stíluð til stjórnar Verkfræðingafélags íslands.
Hún skal bera með sér:
1. Að óskað sé úrskurðar gerðardómsins.
2. Kröfugerð.
3. Stutta greinargerð um nrálsefni, er sýni hverrar sérþekkingar er þörf.