Árbók VFÍ - 01.06.1993, Blaðsíða 94
92 Arbók VFI 1992/93
Beiðninni skulu fylgja:
1. Samningur aðila um, að málið skuli sæta úrlausn gerðardómsins, eða tilvísun til
slíks samnings.
2. Gögn þau, sem kröfugerðin styðst við.
3. gr.
Gerðardóminn skipa þrír menn.
Hæstiréttur nefnir til fimm ára í senn þrjá menn til formennsku í dómnum, og skulu þeir
fullnægja skilyrðum til að vera hæstaréttardómarar.
Á fyrsta stjórnarfundi, eftir að menn þessir hafa verið nefndir, skal stjórn Verkfræðinga-
félags íslands velja formann úr hópi þeirra manna, sem nefndir hafa verið, svo og 1. og 2. vara-
formann, er taka sæti í gerðardómnum eftir þeirri röð, sem þeirhafa verið nefndir, ef aðalmaður
víkur sæti eða forfallast.
Formaður stjórnar störfum dómsins og er í fyrirsvari fyrir hann.
Berist félagsstjórninni beiðni um skipun gerðardómsins, sbr. 1. gr. skal hún velja tvo ntenn í
gerðardóminn, er sérþekkingu hafa á málefnum þeim, sem um er deilt. Þegar þeir, sem valdir
hafa verið, hafa lýst því, að þeir taki verkið að sér, tilkynnir félagsstjórnin formanni gerðar-
dómsins og málsaðilum, hverjir séu kjörnir gerðarmenn.
Fallist annar hvor málsaðila ekki á kjör þessara gerðarmanna, skal hann innan hæfilegs
frests, er félagsstjórn ákveður í hvert sinn, en eigi má vera skemmri en fjórir sólarhringar, senda
stjórninni rökstudd mótmæli. Félagsstjórnin úrskurðar, hvort mótmæli skuli til greina tekin eða
ekki. Séu mótmæli til greina tekin, skal félagsstjórnin breyta vali gerðarmanna. Hafi vali gerð-
armanna verið breytt, skal það þegar tilkynnt formanni gerðardómsins og málsaðilum.
Formaður gerðardómsins kveður dóminn til starfa strax og mótmælafrestur er liðinn, enda
hafi ekki komið fram mótmæli, en annars strax og honum hefur verið tilkynntur úrskurður fél-
agsstjórnar um framkomin mótmæli.
Enginn má sitja í gerðardómnum í máli, sem hann væri óhæfur dómari í samkvæmt reglum
laga um meðferð einkamála í héraði.
Gerðardómurinn í heild úrskurðar um, hvort einhver dómenda skuli vfkja úr sæti, lrvort sem
krafa kemur fram um það eða ekki.
4. gr.
Ef ágreiningurinn er aðeins um smávægileg atriði, getur félagsstjórnin, með samþykki
beggja málsaðila, kosið einn sérfróðan mann til að skera úr málinu í stað þess að skipa þriggja
manna dóm. Skal gerðarmaður, að svo miklu leyti, sem því verður við komið, fylgja sömu
reglum sem venjulegir gerðardómar, og skal hann eftir þörfum, leita aðstoðar og ráða formanns
gerðardómsins, sbr. 3. gr.
5. gr.
Þegar gerðardómurinn hefur tekið til starfa og kynnt sér málið eins og það liggur fyrir í
þeim skjölum, sem beiðninni fylgdu, gefur hann báðum málsaðilum tækifæri til að skýra málið
og leggja fram allar nánari upplýsingar, sem á þarf að halda. Málflutningur er munnlegur,
skriflegur eða hvort tveggja eftir ákvörðun dómsins. Hvor málsaðili um sig á rétt á að kynna
sér það, er hinn málsaðilinn hefur borið fram, og fá útskrift úr gerðarbókinni um málið.