Árbók VFÍ - 01.06.1993, Side 95
Lög og reglur 93
6. gr.
Málsaðilar eiga rétt á, að öllum frumritum, uppdráttum og þess konar sé skilað aftur að
málinu loknu, en þó eigi fyrr en kostnaður við dóminn er greiddur. Allt annað, sem lagt hefur
verið fram í málinu, sérstaklega allar skýrslur og mállýsingar, verður eign Verkfræðinga-
félagsins. Af öllum skjölunt, sem skilað er aftur, getur stjórn félagsins krafist endurrits, er
gerðardómurinn staðfestir.
7. gr.
Gerðardómnum er heimilt að leita sátta, hvort sem málið er langt eða skammt komið, ef
ástæða þykir til.
8. gr.
Gerðardómnum er heimilt sjálfunt að leita upplýsinga og gera rannsóknir í málinu.
Krefjast má, að málsaðilar sjálfir mæti fyrir dómnum, ef það er ekki óhæfilegum vand-
kvæðum bundið. Einnig má krefjast, að aðilarnir geri sitt ýtrasta til að aðrir, sem hafa haft af-
skipti af málinu, gefi dómnurn skýrslu.
Aðila er rétt að hafa sérfróðan mann sér við hlið fyrir dómi, en þó getur dómurinn kvatt
aðila einan fyrir sig, ef þurfa þykir.
9. gr.
Gerðardómurinn notar gerðabók, sem stjórn félagsins löggildir. Bókunina annast ritari, sem
dómurinn tilnefnir, og sé hann venjulega einn gerðarmanna. Skulu gerðarmenn (og ritari)
undirskrifa gerðabókina í hver fundarlok. Einnig skulu þeir, sem mætt hafa á fundi, rita nöfn
sín undir fundargerðina, en telji þeir eitthvað rangt bókað, eiga þeir rétt á að bóka athugasemd
um það.
10. gr.
Nú telur dómurinn rnálið nægilega upplýst eða álítur, að málsaðilar hafi haft nægan tíma til
að færa fram gögn sín og skal þá rnálið tekið til úrskurðar.
Ef dómurinn síðan, en áður en gerðin er upp kveðin, kemst að þeirri niðurstöðu, að einhverjar
upplýsingar vanti, sem hann telur nauðsynlegar, skal málið tekið til meðferðar að nýju og
upplýsinganna leitað, ef til vill með aðstoð aðila. Að svo búnu skal jafnan gefa báðum aðilum
kost á að kynna sé málið, eins og þá er komið , og lýsa skoðun sinni og afstöðu.
11. gr.
Nú mætir ekki annar málsaðili fyrir dómnum eða stuðlar ekki á annan hátt að því að skýra
málið eða greiða, og verður þá málið útkljáð eftir þeim upplýsingum, sem hinn aðilinn hefur
lagt fram, og þeim, sem dómurinn hefur sjálfur aflað sér.
Nú er máli svo farið sem í 1. mgr. segir, og getur dómurinn þá vísað því frá, ef hann telur
efni til.
12. gr.
Dómurinn skal fara eftir samningum aðila, almennum lögum og landsvenjum. Gerðina skal
kveða upp eins fljótt og unnt er og ekki seinna en fjórum vikum eftir að málið er tekið til
úrskurðar. Með gerðinni skal leggja úrskurð á hvert einstakt ágreiningsatriði; einnig skal þar
ákveðið, hverjir greiða skuli kostnað þann, sent gerðardómurinn hefur haft í för með sér.
Stjórninni er heimilt að láta prenta gerðina í tímariti félagsins, annaðhvort í heild sinni eðaað
nokkru leyti; þó skal halda nöfnum hlutaðeigandi leyndum, ef þess er óskað eða hentara þykir.