Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 130
Ragnar Ragnarsson
Tækniannáll 1992
1 Inngangur
Tækniannáll 1992 hefur sama yfirbragð og tækniannálar undanfarin ár. Stiklað er á stóru í hin-
um ýmsu málaflokkum sem geta veriðáhugaverðirfyrirverkfræðinga. Kaflaskipting ersú sama
og áður.
Höfundur hefur aðallega stuðst við ársskýrslur fyrirtækja og stofnana, almennar skýrslur,
greinargerðir, tímarit, fréttablöð og upplýsingar annars staðar frá. Ekki verða þessi gögn tíund-
uð sérstaklega. Þó er heimilda sums staðar getið. Höfundur þakkar öllum þeim sem veitt hafa
upplýsingar og auðveldað höfundi annálsgerðina.
Annállinn nær fyrst og fremst til ársins 1992. Víða er
þó til glöggvunar sagt frá aðdraganda, sem nær framar í
tímann, og frá framvindu fram á árið 1993.
Vonandi er að lesendur finni einhvern áhugaverðan
fróðleik í annálnum og óskandi er að annállinn komi að
gagni. Ekki er öllum málefnum gerð jafn ítarleg skil og
vissulega verða mörg mál og margir atburðir útundan.
Annálnum eru skorður settar og er ekki ætlað ótakmarkað
rými í árbókinni.
2 Þróun efnahagsmála
Framvinda efnahagsmála á árinu 1992 mótaðist mjög af
óhagstæðum ytri skilyrðum og miklum samdrætti þjóðar-
útgjalda. Þannig er áætlað að landsframleiðsla hafi dregist saman um 3,7% og þjóðartekjur enn
meira, eða um 4,5%, vegna viðskiptakjararýrnunar. Þessi samdráttur er ívið meiri en gert hafði
verið ráð fyrir í spám Þjóðhagsstofnunar. Áætlað er að þjóðarútgjöld hafi dregist sainan uin
5,7%. Vegna meiri samdráttar þjóðarútgjalda en þjóðartekna minnkaði hallinn á viðskiptuin við
útlönd. Á árinu 1992 svaraði hann til
3,1% af landsframleiðslu borið saman við
4,7% árið á undan. Eins og við er að búast
þegar svona illa árar dró úr atvinnu á ár-
inu. Atvinnuleysi nam að meðaltali 3% af
mannallanum en var einungis 1,5% á ár-
inu 1991. Verðbólga var mjög lítil og
reyndar sú minnsta sem mælst hefur hér á
landi í 32 ár, eða 2,4% á mælikvarða fram-
færsluvísitölu.
fíagnar fíagnarsson lauk fyrrihlutaprófi í bygg-
ingarverkfræði frá HÍ
1967 og M.Sc. -prófi frá
Polyteknisk Læreanstalt,
Danmarks Tekniske
Hojskole 1970. fíagnar
hefur starfað hjá Fjarhitun
hf. frá því að hann lauk
námi og er meðeigandi í
fyrirtækinu.
Efnisyfirlit:
1 Inngangur
2 Þróun efnahagsmála
3 Verkfræðingar
4 Byggingarmál og verklegar
framkvæmdir
5 Orkumál
6 Stóriðja og iðnaður almennt
7 Samgöngur og fjarskipti
8 Útflutningur íslenskrar
verkfræðiþekkingar
9 Rannsóknastofnanir