Árbók VFÍ - 01.06.1993, Qupperneq 134
132 ÁrbókVFÍ 1992/93
Útgáfa húsbréfa nam 12,4 mia.kr. í fyrra samanborið við tæpa 15 mia.kr. árið 1991, en munur-
inn felst að stórum hluta í því að útgáfu húsbréfa vegna greiðsluerfiðleika var að mestu hætt.
Hrein lánsfjárþörf opinberra aðila nam 29,4 mia.kr. eða 7,7% af landsframleiðslu. Árið 1991
nam lánsfjárþörfin 10,5% af landsframleiðslu en meðallánsfjárþörf áranna 1986-1990
samsvaraði 6,5% af landsframleiðslu.
Lán og endurlán innlánsstofnana í heild jukust um 5,6% frá upphafi til loka árs, sem er
3,9% vöxtur á föstu verðlagi. Vöxtur innlána nam 5,4% og var 1,8% umfram hækkun láns-
kjaravísitölu.
Vextir: Ávöxtunarkrafa spariskírteina og húsbréfa á Verðbréfaþingi íslands lækkaði í fyrra.
Raunávöxtun spariskírteina lækkaði um rúmlega 0,5% frá 1991 til 1992, úr 8,2% í 7,4%. Þótt
nafnvextir óverðtryggðra útlána innlánsstofnana hafi lækkað í kjölfar lækkandi verðbólgu,
hækkuðu raunvextir þeirra í fyrra. Raunávöxtun óverðtryggðra skuldabréfa jókst úr 10% í
11,8% í fyrra. Raunvextir verðtryggðra útlána innlánsstofnana stóðu hins vegar að mestu í stað
og voru 9,3% árið 1992.
Sparnaður: Samkvæmt bráðabirgðatölum nam aukning innlends peningalegs sparnaðar 26
mia.kr. í fyrra, sem er 12 mia.kr. minni aukning sparnaðar en árið áður. Skýringar á minnkandi
peningalegum sparnaði er alfarið að leita til hins frjálsa hluta sparnaðarins.
2.7 Erlend lán
I ársbyrjun 1992 námu löng erlend lán 191 mia.kr. á gengi þess tíma. Þetta samsvarar 54,7% af
landsframleiðslu 1992, en til samanburðar var skuldahlutfallið 51,2% árið 1991. Erlend lán-
taka umfram afborganir nam 13,1 mia.kr. í fyrra. gengislækkun krónunnar í lok nóvember í
fyrra og breytingar á innbyrðis afstöðu á gengi annarra gjaldmiðla leiða til hækkunar erlendra
langtímalána um 11% í krónum talið.
Á móti löngum erlendum skuldum landsmanna vega ýmsar skammtímakröfur okkar á
erlenda aðila, þar með talið gjaldeyrisvarasjóðurinn, en við bætast ýmsar skammtímaskuldir.
Nettóstaða við útlönd tekur tillit til þessara þátta. í árslok 1992 var nettóstaða þjóðarbúsins
neikvæð um 207,3 mia.kr. sem svarar til 49,6% af landsframleiðslu, en sambærileg tala fyrir
1991 er 46,8%. Að teknu tilliti til verðbólgu hafa erlendar skuldir tvöfaldast að raunvirði frá
1980 til 1992. Þeirrar tilhneigingar hefur gætt að auka erlend lán þegar að hefur kreppt, en
þegar betur árar hefur halli á viðskiptum við útlönd komið í veg fyrir að þau lán væru jöfnuð.
Vextir hafa farið lækkandi á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði. Meðalvextir af erlendum
lánum þjóðarbúsins námu 6,9% árið 1992 en voru 8% 1991. Afborganir erlendra lána hafa
hins vegar þyngst. Greiðslubyrgði af erlendum lánum nam rúmlega 26% af úlflutningstekjum
samanborið við 23% árið áður og til samanburðar má nefna að greiðslubyrði var að meðaltali
19% árin 1985-1991.
2.8 Atvinnuleysi
Fækkun starfa og aukið atvinnuleysi setti svip sinn á vinnumarkaðinn á árinu 1992.
Samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóðhagsstofnunar fækkaði ársverkum um 0,5% milli áranna
1991 og 1992. Skráð atvinnuleysi tvöfaldaðist, fór úr 1,5% af mannafla í 3% árið 1992.
Atvinnuleysi hefur ekki verið jaf'n mikið á heilu ári síðan samræmd skráning hófst á sjötta
áratugnum. Almennur efnahagssamdráttur á árinu 1992, eftir langt tímabil stöðnunar, er
nærtækasta skýringin á atvinnuástandinu. Hagræðing, sparnaður og sameining eru viðbrögð
fyrirtækja við þessar aðstæður.