Árbók VFÍ - 01.06.1993, Side 135
TækniannáH 1992 133
7,0%
6,0%
5,0%
4,0%
3,0%
2,0%
1,0%
0,0%
Mynd 2 Atvinnuleysi eftir mánuðum, 1990-1993. Hlutfall af mannafla. Heimilcl Þjóðhagsstofnun.
Aukið atvinnuleysi 1992 má að mestu leyti rekja til höfuðborgarsvæðisins. Fjöldi atvinnu-
lausra tæplega þrefaldaðist á höfuðborgarsvæðinu á milli áranna 1991 og 1992, á sama tíma
jókst atvinnuleysið um 60% á landsbyggðinni.
Vinnuframboð, sem er vinnuaflsnotkun að viðbættu atvinnuleysi, er talið hafa aukist lítil-
lega milli áranna 1991 og 1992. Atvinnuþátttaka, þ.e. hlutfall vinnuframboðs af mannfjöldan-
um á vinnualdri, 15 til 64 ára, var um 77% á árinu 1992, eða sama hlutfall og árið áður.
Atvinnuþátttakan er nú svipuð og hún var í byrjun níunda áratugarins. Hún jókst jafnt og þétt
og náði hámarki á árinu 1987 og var þá 84% en hefur minnkað síðan.
2.9 Tekjur, verðlag og kaupmáttur
Hjöðnun verðbólgu einkenndi hagþróun ársins 1992. Frá upphafi til loka ársins hækkaði fram-
færsluvísitálan um 2,4%, byggingarvísitalan um 1,3% og lánskjaravísitalan um 1,6%. Arið
1992 var vísitala framfærslukostnaðar að meðaltali 3,7% hærri en árið áður, byggingarvísitalan
2,4% hærri og lánskjaravísitalan 3,7% hærri. Verðbólgan hefur nánast helmingast árlega frá
árinu 1990, en meðalhækkun framfærsluvísitölu var6,8% 1992 og 14,8% árið 1990.
Gert er ráð fyrir að atvinnutekjur á mann hafi hækkað um tæplega 2%. Ennfremur er gert
ráð fyrir að vinnuaflið hafi dregist saman um 0,6% milli áranna 199' og 1992.
Byrði beinna skatta heimilanna breyttist óverulega á milli áranna 1991 og 1992. Að öllu
samanlögðu er gerl ráð fyrir að ráðstöfunartekjur á mann hafi aukist unt 1,5% frá 1991 til 1992
og kaupmáttur því dregist saman um 2%.
2.10 Þjóðarútgjöld
1 krónum talið minnkuðu þjóðarútgjöld um 6,5 mia.kr. á árinu 1992 frá fyrra ári. Engar hlið-
stæður eru um samdrátt þjóðaríilgjalda á verðlagi hvers árs í íslenskum þjóðhagsreikningum,
sem ná til 1945. Verðlag þjóðarútgjalda hækkaði um 4,3% árið 1992 og nemur samdrátturinn á
verðlagi 1992 því um 21 mia.kr. Hlutfallsleg lækkun þjóðarútgjalda á föstu verðlagi er 5,7%,
sem bera má saman við lækkun þjóðartekna um 4,5%.
Einkaneysla: Endanlegar tölur um einkaneyslu ná nú til ársins 1990, en stuðst er við bráða-
birgðatölur 1991 og 1992. Þær tölur benda til að samdráttur einkaneyslu í fyrra hafi verið held-
ur meiri en áður var spáð, eða um 4,7% í stað 3,5%. Einkaneysla jókst hins vegar um svipað
hlutfall árið 1991 og að magni var því einkaneyslan svipuð og á árinu 1990.
J FMAMJJÁSONDJ FMAMJ JÁSONDJ FMAMJ JÁSONDJ FM
1990 1991 1992 1993