Árbók VFÍ - 01.06.1993, Síða 139
Tækniannáll 1992 137
Gerð var könnun á afkornu og rekstrarkostnaði FRV-fyrirtækja fyrir árið 1991. Þetta var í
þriðja sinn sem reynt hefur verið að gera slíka könnun. Því miður urðu heimtur með lakasta
móti að þessu sinni og bárust aðeins svör frá 13 fyrirtækjum. Hjá þessum fyrirtækjum störfuðu
224 tæknimenn og 82 aðrir starfsmenn eða 306 samtals. Velta á starfsmann var tæplega 3,9
m.kr. og hafði aukist um 4,3% frá árinu áður. Byggingarvísitala hafði hækkað um 7,6% á sama
tíma. Launakostnaður á starfmann var tæplega 2,8 m.kr. eða 9,4% hærri en árið áður. Annar
kostnaður hækkaði á milli ára um 9% og hagnaður minnkaði úr 8,4% í 4,1%.
Atvinnuástand og verkefnastaða var kannað á árinu. Slík könnun hafði áður farið fram í
desember 1991. Niðurstaða fyrri könnunarinnar var m.a. að yfirvinna hafði dregist mjög
saman eða um 10-30%, mismunandi mikið eftir stofum. Jafngilti sá samdráttur 42 ársverkum.
Sú könnun benti til að starfsfólki mundi fækka unt allt að 12% á fyrstu mánuðum ársins 1992,
en heildarfjöldi hjá FRV-fyrirtækjum stóð nokkurn veginn í stað árið 1991. Þá höfðu fyrir-
tækin að meðaltali verkefni til fjögurra mánaða frant í tímann.
Önnur könnun á ástandinu var gerð í september 1992. Þá hal'ði yfirvinna dregist enn saman
eða úr 7,5% um áramót í 5,5%. Svör við þeirri könnun bárust frá átján fyrirtækjum, sem höfðu
samtals 304 starfsmenn um áramótin 1991-1992. Starfsmönnum þessara fyrirtækja hafði 1.
október 1992 fækkað um 28 eða 9% frá áramótum og útlit fyrir að þeim fækkaði um 5% til
viðbótar til áramóta. Fyrirliggjandi verkefni voru til tæplega fjögurra mánaða að mati forsvars-
manna fyrirtækjanna.
Lítið sem ekkert gerðist í samningamálum milli FRV og Stéttarfélags verkfræðinga.
Félag ráðgjafarverkfræðinga hafði afskipti af nokkrum málum. FRV gerði athugasemdir við
útboðsgögn og vinnubrögð við útboð á hönnum Rimaskóla á vegum Reykjavíkurborgar og átti
fund með borgarstjóra um málið. FRV sendi ályktun til forsætis- og ljármálaráðherra vegna
hugmynda um breytingar á reglum um virðisaukaskatt. FRV fjallaði um nýreist llugskýli á
Keflavíkurflugvelli eftir að þak þess eyðilagðist í óveðri og fundaði um málið með um-
hverfismálaráðherra, sent er yfirmaður byggingamála á Islandi. Skrifað var bréf þar sem óskað
var eftir að umhverfismálaráðherra beitti sér fyrir því að þolhönnun flugskýlisins yrði yfirfarin
í samræmi við ákvæði byggingareglugerðar.
3.5 Háskóli íslands
Miklar breytingar eru að verða á starfsemi verkfræðideildar með tilkomu l'ramhaldsnáms til
M.S. prófs til viðbótar hinu hefðbundna 120 eininga námi til lokaprófs í verkfræði, sem hingað
til hefur veitt réttindi til þess að nota starfsheitið verkfræðingur. Þrír verkfræðinemar hafa þeg-
ar lokið M.S. prófi frá deildinni og nokkrir nýir nemar hafa til viðbótar innritast í M.S. nám.
Algengt er að samstarf sé við aðra tækniháskóla á Norðurlöndunum þannig að M.S. nemar
sækja hluta al' nauðsynlegum námskeiðum þar. Einnig hefur færst í vöxt að nemar í Verkfræði-
deild notfæri sér NORDEK samstarfið. Þetta samstarf tækniháskóla á Norðurlöndum gerir
nemum kleil’t að fara og dveljast eitt misseri við einhvern tækniháskólann í hverju Norðurland-
anna sem er. Þeir fá öll námskeið, sem þar eru tekin, viðurkennd sem hluta af námi við heima-
skólann.
I nóvember 1992 var alls 271 nemi skráður til náms í verklræðideild. Nýnemar voru alls
112 eða 41,3% af heildarnemendafjölda. Konum fer sífellt fjölgandi í verkfræðinámi og voru
þær 36 eða 13,6% af skráðum nemendum við deildina. Haustið 1993 fækkaði skráðum nemum
við deildina í 237 vegna fækkunar nýnema, sem voru 95 eða 40,1% af skráðum nemum við