Árbók VFÍ - 01.06.1993, Qupperneq 146
144 ÁrbókVFÍ 1992/93
leið að Kýrholti í Viðvíkursveit. Strengurinn er fyrri áfanginn í stofnlínu til Hofsóss. Spennan
á línunni milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar var hækkuð í 33 kV.
Haldið var áfram að auka dreifikerfin á þéttbýlisstöðum á orkuveitusvæði Rafmagnsveitn-
anna á árinu og að styrkja dreifikerfin í strjálbýlinu. Óvenjumikið var um lagningu heimtauga í
sumarbústaði, en heimtaugar voru um 600 á árinu.
Bylting hefur orðið við lagningu jarðstrengja í stað loftlína. Hin nýja tækni við að plægja
niður strengi ásamt hagstæðari verðþróun þeirra hefur gjörbreytt kostnaðarhlutföllum í þessu
efni og gert strenglagningu að samkeppnisfærum kosti.
5.3.3 Orkubú Vestfjarða
Hjá Orkubúi Vestfjarða voru þær framkvæmdir helstar á árinu að unnið var að því að styrkja
aðallínuna frá Mjólkárvirkjun til sunnanverðra Vestfjarða, svonefnda Tálknafjarðarlínu. Til
nýjunga við þá gerð má telja að settir voru svonefndir fjarlægðareinangrararmilli fasaí línunni,
en það er í fyrsta sinn sem slíkt er gert hér á landi. Einnig var unnið að styrkingu á aðallínunni
frá Mjólká til norðurs, til Breiðadals. Jarðstrengir voru settir í stað loftlínu á köflum í línunni
til Flateyrar og í Árneshreppi í Strandasýslu.
5.3.4 Hitaveita Reykjavíkur
Framkvæmdir Hitaveitu Reykjavíkur voru með minnsta móti á árinu. Á Nesjavöllum var unn-
ið að stækkun á skiljustöð og breytingum á tengivirki við Sogslínu I. Vélar voru keyptar í
kaldavatnsdælustöð og undirbúin tilraun til að dæla borholuvökva aftur niður í jörðina til að
komast megi hjá að sleppa honum út í umhverfið. Lokið var við áfanga A í svonefndri Suður-
æð, frá geymum á Reynisvatnsheiði að Reykjanesbraut, og hún tekin í notkun. Dælustöð við
Víkurveg fyrir ný hverfi í Borgarholti var gerð fokheld á árinu. Aukningar á dreifikerfi fylgdu
byggð í nýjum hverfum á höfuðborgarsvæðinu, og voru tengd ný hús við dreifikerfið sem eru
samtals 998.000 m3 að rúmmáli.
5.3.5 Hitaveita Suðurnesja
Helstu framkvæmdir Hitaveitu Suðurnesja á árinu voru við ORMAT-virkjun II í Svartsengi og
aðveitustöð á Fitjum. Lagður var 33 kV rafstrengur frá Reykjanesi að Svartsengi. Unnið var að
viðbyggingu við riðbreytistöðina á Keflavíkurflugvelli, rofastöð í Svartsengi, mannvirkjum
sem tengjast gufuöflun og niðurdælingu, jarðstreng að radarstöð við Sandgerði og fram-
kvæmdum við dreifikerfi fyrir rafmagn og heitt vatn, aðveitustöðvum fyrir raforku og endur-
bótum á götulýsingu. Hafin var bygging á baðhúsi við Bláa lónið.
5.4 Verðlag á orku
Gjaldskrár Landsvirkjunar og stærstu rafveitnanna héldust að heita má óbreyttar út árið. Gjald-
skrár hitaveitna breyttust líka lítt eða ekki.
Verðlag á áli lækkaði enn framan af árinu og með því einnig orkuverð Landsvirkjunar til
íslenska álfélagsins, ÍSAL, en það er að hluta tengtálverði. Orkuverðið var 13,097 mUSD/kWh
á fyrsta ársfjórðungi 1992, en hækkaði í 13,335 mUSD/kWh á hinum ljórða, eða 0,84 og 0,85
kr/kWh eftir gengi Bandaríkjadals hinn 31. desember. Meðalverð ársins var 13,213 mUSD/kWh,
eða 0,85 kr/kWh.
Smásöluverð á olíuvörum lækkaði á árinu 1992. Meðalverðið á gasolíu var 19,3% lægra en
árið áður að raunvirði, á bensíni 1,2-3% lægra eftir tegundum, á dieselolíu 16,5%, á svartolíu
1,7% og á steinolíu 2,8% lægra.