Árbók VFÍ - 01.06.1993, Blaðsíða 147
TækniannáH 1992 145
6 Stóriðja og iðnaður almennt
6.1 Stóriðja
6.1.1 íslenska álfélagið
Framleiðsla ÍSAL var á árinu sú mesta í sögu fyrirtækisins, eða 90.045 tonn, þrátt fyrir að um
7% kera væru úr santbandi síðustu tvo mánuði ársins vegna markaðsástands. Mest var frarn-
leitt af börrum til völsunar, eða 71.400 tonn, sem var 20.000 tonnum meira en árið áður. Hafin
var framleiðsla á melmisbörrum, sem er verðmeiri framleiðsla en hreinálsbarrar, er fram að
þessu hafa verið meginuppistaðan í barraframleiðslu.
Fjárfestingar voru minni en árið áður og námu um 350 m.kr. Lokið var við endurnýjun
sjálfvirks þjónustubúnaðar á kerum í kerskála 2, ásamt því að koma fyrir vélknúnum þekjum
og flutningskerfi fyrir súrál á kerin. Hliðstæðum breytingum var lokið í skála 1 árið áður. Við
þetta hefur sjálfvirkni við kerrekstur aukist. Hafin var bygging nýs húsnæðis fyrir mötuneyti er
hýsir einnig ýmsa þjónustustarfsemi fyrir reksturinn, svo sem tölvudeild og læknisþjónustu.
Undirbúningi að endurnýjun stýritölvukerfis fyrir kerrekstur var að mestu lokið og tilrauna-
rekstur hófst á tveimur kerum. Nýtt stýritölvukerfi er frábrugðið því eldra að því leyti að smá-
tölvur - ein fyrir tvö ker - stjórna kerrekstri, en móðurtölva vinnur úr upplýsingum. I núverandi
kerfi stýrir ein móðurtölva öllum 320 kerunum með hjálp útitölva, sem safna og miðla upplýs-
ingum fyrir hver 30 ker. Gert er ráð fyrir því að uppsetningu smátölvanna ljúki árið 1994.
Starfmannafjöldi var í árslok 540 og hafði l'ækkað töluvert á árinu eða úr 570.
6.1.2 íslenska ,j árnblendifélagið
Arið 1992 var Islenska járnblendifélaginu skelfilegt. Langvarandi lægð á mörkuðum fyrir
kísiljárn, léleg nýting á framleiðslugetu, of hár framleiðslukostnaður og óhagstæð gengisþróun
lagðist á eitt. Því varð að grípa til neyðarráðstafana, sem fólust í lækkun framleiðslukostnaðar,
skuldbreytingum og aukningu hlutafjár.
Lækkun framleiðslukostnaðar var margþætt. Endurskipulagning starfa leiddi til fækkunar
starfsmanna um liðlega fimmtung. Allmargir starfsmenn tóku á sig beinar launalækkanir og
ýmis þjónusta og fríðindi voru skert hjá öllum. Eðlilega voru uppsagnirnar erfiðastar. Sumir
starfsmannanna hafa getað fundið önnur störf til frambúðar, aðrir hafa haft skerta eða tíma-
bundna vinnu, en því miður eru nokkrir sem ekkert hafa fundið. Þessi innanhússaðgerð var tal-
in nauðsynleg til að geta leitað eftir fyrirgreiðslu annarra t formi afsláttar á vöm og þjónustu.
Ohælt er að fullyrða að af hálfu einstakra viðskiptaaðila hafi munað mestu um aðstoð Lands-
virkjunar. Hún frestaði innheimtu orkugjalds fyrir síðari hluta ársins og hefur fallist á tíma-
bundna breytingu á samningi, sem að hluta til er tengd markaðsverði kísiljárns.
Eigendur fyrirtækisins voru beðnir um aukið hlutafé. Ætla má að hlutafjáraukningin nái
fram að ganga á árinu 1993 og þá í sömu hlutföllum og hlutafjáreignin er í núna. íslenska ríkið
á 55%, Elkem a/s í Noregi á 30% og Sumitomo Corporation í Japan á 15%.
Skuldbreytingarhugmyndin hefur ekki náð fram að ganga á þann hátt sem fyrirhugað var.
Sumir bankar erlendir hafa neitað um framlengingu lána. Landsbankinn, Iðnþróunarsjóður og
Norræni fjárfestingarbankinn hafa hlaupið undir bagga í staðinn. Ríkissjóður hefur einnig leyst
úr greiðsluerfiðleikum fyrirtækisins með fyrirframgreiðslu hlutafjár.
Lækkun launakostnaðar og hráefnakostnaðar komu rekstrinum í jafnvægi. Með meiri fram-
leiðslu en ráð var fyrir gert og nokkuð hækkandi verði á kísiljárni á heimsmarkaði hefur
rekstur fyrirtækisins fyrri hluti árs 1993 skilað nokkrum hagnaði.