Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 158
156 ÁrbókVFÍ 1992/93
ríkissjóðs 731 m.kr. Þá var unnið fyrir 332 m.kr. að verkefnum sem ekki nutu styrks úr ríkis-
sjóði, að stærstum hlula hjá Reykjavíkurhöfn eða fyrir 258 m.kr. Fcrjubryggjur eru í eigu ríkis-
ins og eru til afnota fyrir flóabáta, flestar í Breiðafirði og ísafjarðardjúpi. Til sjóvarnargarða
heyra mannvirki til varnar landbroti af völdum ágangs sjávar.
A eftirtöldum stöðum var unnið fyrir hærri upphæð en 30 m.kr.:
A Patreksflrði var hafskipakanturinn lengdur um 54 metra. Byggð var bryggja með 7 metra
dýpi úr stálþili. Heildarkostnaður nam 35 m.kr.
I Bolungarvík var haldið áfram framkvæmdum við byggingu brimvarnargarðs við Brjót.
Kostnaður á árinu nam 98 m.kr.
Á Isafirði var unnið að uppbyggingu vöruhafnarinnar í Sundahöfn. Dýpkað var við viðlegu-
kantinn, sem byggður var árið 1991, og steyptur á hann kantbiti. Kostnaður nam 37 m.kr.
Á Akureyri var unnið að byggingu 70 metra langs vörukants fyrir 8 metra dýpi úr stálþili á
Oddeyrartanga. Kostnaður nam 38 m.kr.
Á Húsavík var unnið að endurbyggingu vörukantsins við Norðurgarð. Rekið var niður 160 m
langt stálþil og dýpkað við það í -8 metra, þannig að nú er unnt að afgreiða stærri skip en áður.
Kostnaður á árinu nam 100 m.kr.
Á Seyðisfirði var unnið að uppsetningu nýrrar dráttarbrautar. Kostnaður á árinu nam 30 m.kr.
I Vestmannaeyjum var byggð ferjuaðstaða fyrir nýjan Herjólf á sama stað og gamli Herjólfur
hafði aðstöðu. Um er að ræða 78 metra langan viðlegukant og 14 metra ferjubrú með lyftubún-
aði, sem tengir skip og land. Þá var Hörgeyrargarðurinn (nyrðri hafnargarðurinn) styttur um 60
metra og innsiglingin dýpkuð. Þær breytingar, sem urðu á innsiglingunni í gosinu 1973, gerðu
það að verkum að ekki var sama þörf fyrir garðinn og áður. Líkantilraunir leiddu í Ijós að hægt
var að stytta garðinn og gera innsiglinguna þannig greiðari. Unnið var að framkvæmdum í
Vestmannaeyjahöfn fyrir 139 m.kr.
í Þorlákshöfn var byggð aðstaða fyrir nýjan Herjólf fyrir botni hafnarinnar. Viðlegukantur-
inn er 75 metra langur og brúin 24 metrar. Jafnframt þurl'ti að dýpka við þetta nýja mannvirki.
Kostnaðurinn nam 160 m.kr.
í Keflavík var unnið að byggingu nýrrar smábátahafnar í Gróf. Byggðir voru brimvarnargarð-
ar og hafnarkvíin innan þeirra dýpkuð. Þá var byggð löndunarbryggja og llotbryggjum var
komið fyrir. Kostnaður nam 90 m.kr.
í Hafnarfirði var rekið niður stálþil í 4. áfanga Suðurbakka, samtals 216 metrar, og steyptur á
þilið kantbiti. Þá var dýpkað við þessa nýju bryggju. Kostnaðurinn nam samtals 126 m.kr.
Reykjavíkurhöfn varð 75 ára þann 16. nóvember 1992. Árið 1913 hófst hafnargerð í Reykja-
vík og 16. nóvember 1917 tóku hafnaryfirvöld formlega við mannvirkjunum úr hendi verktak-
ans, sem annaðist hafnargerðina. Alla tíð síðan hefur höfnin verið mjög mikilvæg atvinnulífi
Reykjavíkur. I dag er Reykjavíkurhöfn helsta vöruflutningamiðstöð landsmanna og í Gömlu
höfninni er ein stærsta fiskihöfn landsins.
Skipakomur til hafnarinnar eru hátt á þriðja þúsund á ári. Rekstur hafnarinnar fer aðallega
fram á tveimur hafnarsvæðum, þ.e. fiski- og þjónustuhöfn í Gömlu höfninni og flutningahöfn í
Sundahöfn. Iðnaðarstarfsemi er að hluta til í flutningahöfn og hafnarsvæði eru l'yrir riutninga-
tengdan iðnað í Grafarvogi og Eiðsvík. Þar eru náttúrukostir til þróunar stórrar hafnar.
Árlega fara um Reykjavíkurhöfn 65% af innflutningi og 35% af heildarútflutningi lands-
manna. Alls fóru um tvær milljónir tonna af vörum um höfnina á árinu 1992. Fjöldi gáma-