Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 160
158 ArbókVFI 1992/93
Fjármögnun þessa verkefnis er að stærstum hluta á vegum Alþjóðaflugþjónustunnar, sem
rekin er samkvæmt sérstökum samningi við Alþjóðaflugmálastofnunina í Montreal í Kanada.
Þessi uppbygging flugstjórnarmiðstöðvarinnar erforsendaþess að sú þjónusta, sem ísland hefur
veitt alþjóðlegri flugumferð yfir Norður-Atlantshafið allt frá lokum síðari heimstyrjaldar, verði
áfram rekin hér á landi. Helstu kerfin sem verða í nýju flugstjórnarmiðstöðinni eru fluggagna-
kerfi, ratsjárgagnakerfi, fjarskiptastjórnkerfi og flugupplýsingakerfi. Þróun þessara kerfa er í
höndum innlendra og erlendra aðila.
Gert er ráð fyrir að ný siglingatæki muni ryðja sér til rúms á næstu árum, einkum með tilkomu
GPS gervihnattakerfisins. Þessi nýja tækni mun leysa af hólmi eldri tækni og nýtast bæði í far-
flugi og aðflugi. Flugmálastjórn mun leggja ríka áherslu á að nýta sér þessa tækni eins fljótt og
kostur er, m.a. með samstarfi við bandarísku flugmálastjórnina. Prófanir á þessu sviði eru
þegar hafnar á vegum stofnunarinnar.
7.4 Fjarskipti
Heildartekjur Pósts og síma urðu árið 1992 um 8,4 mia.kr. sem er 14% meira en árið áður.
Greiðslur í ríkissjóð námu 940 m.kr.
Umtalsverðar breytingar voru gerðará gjaldskrám fyrirtækisins á árinu 1992. Þann 1. febrúar
hækkaði gjaldskrá fyrir símaþjónustu innanlands um 4% og jafngilti sú hækkun því að gjald-
skrár Pósts og síma hækkuðu að meðaltali um 2%. Gjaldskrá til útlanda var lækkuð 1. júlí 1992
um 15% að meðaltali en mismunandi eftir löndum, frá 10% upp í 26%. I. nóvember 1992
hækkaði gjaldskráin að meðaltali um 2%.
A árinu var fjárfest fyrir 1.675 m.kr. sem er 481 m.kr. hærri upphæð en á árinu 1991.
HeiIdarfjöldi uppsettra símanúmera var 154.670 í árslok 1992, en af þeim voru 140.031 í
notkun. Stafrænum númerum var fjölgað um 8.020 í 71.040 og voru 49% símnotenda tengdir
við stafræna símakerfið.
Alls voru lagðir 500 km af ljósleiðarastrengjum á árinu,þar af 22 km áhöfuðborgarsvæðinu.
Landsstrengir voru 410 km og sæstrengir 90 km.
í árslok voru samtals 356 talsímalínur til útlanda, 108 línur til Norðurlandanna, 89 línur til
Bretlands og samtals 58 línur til Þýskalands, Spánar og Kanada. Hafin voru viðskipti við
þriðja símafyrirtækið í Bandaríkjunum og bættust því 14 línur við þær 87 sem fyrir voru til
Bandaríkjanna.
Fjölgun boðkerfísnotenda var jöfn og stöðug á árinu, rúmlega 100 á mánuði, eins og verið
hefur frá því að kerfið var tekið í notkun í ársbyrjun 1990. Alls bættust við 1.315 notendur og
er heildarljöldi þeirra 4.014.
Ekkert lát eráfjölgun farsímanotenda en þeirvoru 15.251 í árslok og hafði fjölgað um 2.362.
Seint á árinu 1992 var hægt að hringja í íslenska farsíma sem staðsettir voru annars staðar á
Norðurlöndum.
í lok ársins voru 2.433 starfsmenn hjá Póst og síma og hal'ði þeim fjölgað um 37 frá fyrra ári.
8 Útflutningur íslenskrar verkfræðiþekkingar
8.1 Virkir-Orkint
Virkir - Orkint hélt áfram viðleitni sinni við að markaðssetja erlendis íslenska jarðhitaþekk-
ingu. Megináhersla var eins og undanfarin ár lögð á lönd í Austur-Evrópu og lýðveldi fyrrum
Sovétríkja. Markaðssetning í þessum löndum er afar erfið vegna síbreytilegs stjórnmála-