Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 161
Tækniannáll 1992 159
ástands í þeim. Hér verður sagt frá starfsemi Virkis-Orkint á árunum 1992 og það sem af er
ársins 1993.
Rússland: Virkir-Orkint vinnur nú að gerð hagkvæmnisathugunar fyrir hitaveitu á Kamtsjatka
í framhaldi af fyrri athugunum, sem gerðar voru á árinu 1992 fyrir stjórnvöld þar. Þróunar-
banki Evrópu greiðir þessa athugun að fullu, alls liðlega 15 m.kr. Verkinu á að Ijúka í janúar
1994. Bankinn hefur jafnframt heitið að fjármagna hluta hitaveituframkvæmdanna ef niður-
stöður hagkvæmnisathugunarinnar verða jákvæðar. Gert er ráð fyrir að hönnun og fram-
kvæmdir verði boðið út.
Slóvakía: Vegna skiptingar Tékkóslóvakíu í tvö ríki hefur orðið dráttur á að hönnun og fram-
kvæmdir við hitaveitu í bænum Galanla í Slóvakíu gætu hafist.
Stjórnvöld í Slóvakíu tilkynntu Norræna fjárfestingabankanum að þau væru reiðubúin til að
veita ríkisábyrgð vegna lána bankans vegna hitaveitu í Galanta. Það er SSP, gasfyrirtæki Slóv-
akíu, sem hyggst hefja framkvæmdir hitaveitunnar í samráði við dótturfyrirtæki sitt og Virkis-
Orkint, Slovgeotherm, og bæjarfélagið. Beðið er nú samræmdra aðgerða ríkisstjórna Tékka og
Slóvaka varðandi ýmis formsatriði vegna lántöku frá alþjóðlegum fjármagnsstofnunum, þar
með talinn Norræni fjárfestingabankinn.
Akveðið hefur verið að Virkir-Orkint leggi til verkefnisstjóra og stjórni hönnun hitaveit-
unnar. Þess er vænst að framkvæmdir geti hafist á allra næstu mánuðum.
Ungverjaland: Lán þau sem Norræni fjárfestingabankinn veitti Ungverjum vegna hitaveitu-
framkvæmda í sex bæjum þar í landi hafa enn ekki verið afgreidd vegna vandamála viðkom-
andi bæjarfélaga og viðskiptabankans í Ungverjalandi.
Ný jarðhitaverkefni á öðrum stöðum í landinu eru í lauslegri skoðun hjá Virki-Orkint og
dótturfyrirtækinu Geotherm Ltd. í Búdapest.
Litháen: Tveir fulltrúar Virkis-Orkint fóru til Litháen í september 1993 til að ræða við fyrir-
tækið Geoterma og stjórnvöld í landinu um jarðhitanýtingu í tveimur bæjum á vesturströnd
landsins. Var eindregið óskað eftir ráðgjöf Virkis-Orkint og var samkomulag þar að lútandi
undirritað. Unnið er að fjármögnun þessara verkefna á Norðurlöndum.
Kenya: Virkir-Orkint tók að sér endurskoðun á líkani fyrir jarðhitasvæðið í NA-Olkaria í
Kenya vegna fyrirhugaðs nýs orkuvers þar. Þessu verki var lokið síðastliðinn vetur og var það
unnið í samstarfi við Guðmund Böðvarsson í Berkley í Kaliforníu.
Filippseyjar: Tilboð var gert í hönnun jarðhitaorkuversins Leyte A á Filippseyjum í ársbyrjun
1993. Samstarf var hal't við þarlent ráðgjafafyrirtæki og Ný-Sjálenskt fyrirtæki, en verkið
fékkst ekki. Fleiri verk verða vænlanlega boðin út á Filippseyjum á næstunni.
8.2 Marel
Árið 1992 námu rekstrartekjur 409,9 m.kr., en voru 335,9 m.kr. árið 1991. Aukning tekna milli
ára var því 22%. Sala á vöru og þjónustu var 379,3 m.kr., en var 316,4 m.kr. árið 1991 og hafði
því vaxið um 20% milli ára. I árslok 1992 voru starfsmenn Marel 46 og hafði þeim fjölgað um
6 á árinu.
Á árinu 1992 var unnið að fjölmörgum vöruþróunarverkefnum á sviði vigtunar, hugbúnaðar
og myndgreiningar.
Unnið var að hönnun framleiðslueftirlitskerfis fyrir flæðilínur með einstaklings- og gæða-
eftirliti. Lokið var við l'yrstu gerð kerfisins og það sett upp í fjórum frystihúsum á Islandi.
Kerfi þetta er hluti af samvinnu við Þorgeir & Ellert hf. á Akranesi.