Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 162
160 ÁrbókVFÍ 1992/93
Með sama fyrirtæki var einnig þróuð og hönnuð vinnsluh'na fyrir frystitogara en nteð henni
opnast möguleikar á frekari fullvinnslu um borð í frystitogurum en áður hefur þekkst. Vinnslu-
línan samanstendur af snyrtilínu og flokkunar- og samvalskerfi og hafa nú verið seldar 7 slíkar
vinnslulínur.
Mikil vinna var lögð í þróun flokkara af ýmsum gerðum. Samvalsforrit voru endurbætt og
hönnuð var ný gerð af útkasteiningum.
Unnið hefur verið að hönnun sérhæfðar tölvu fyrir myndgreiningu, en með tilkomu hennar
þarf ekki lengur að kaupa dýrar myndgreiningartölvur frá öðrum framleiðendum.
Áfram var unnið að þróun flokkara.
Á árinu var lokið smíði frumgerðar af svonefndum hjúpmæli en hann byggist á sömu tækni
og rækjuskanni og er ætlað að mæla upptöku deigs og brauðmylsnu í verksmiðjum sem fram-
leiða hjúpuð stykki.
Á undanförnum árum hefur, í samvinnu við SÍF, verið unnið að þróun tækis til þess að meta
gæði saltfisks.
Marel er aðili að tveimur alþjóðlegum vöruþróunarverkefnum í samvinnu við önnur íslensk
fyrirtæki og stofnanir. Annars vegar Benefish sem er samnorrænt verkefni og hins vegar
Robofish sem er samvinnuverkefni íslenskra aðila og fyrirtækja innan Evrópubandalagsins.
Robofish er eitt stærsta vöruþróunarverkefni sem íslenskir aðilar hafa ráðist í og er markmið
verkefnisins að þróa róbota sem getur meðhöndlað fisk.
Marel hefur sótt um einkaleyfi á þremur uppfinningum á sviði myndgreiningar.
Marel Equipment er dótturfyrirtæki Marels í Kanada. Starfsmenn Marel Equipment voru
fjórir á árinu I992, allir Kanadamenn.
Árið 1992 var fyrsta heila rekstrarár Marel Seattle en 60% fyrirtækisins eru í eigu Marel og
40% í eigu Gunnars Jóhannessonar, sem annast þjónustu við Marel vörur í Seattle.
8.3 Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna
Fjórtánda starfsári Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna lauk með skólauppsögn I9. október
1992. Tólf styrkþegar útskrifuðust eftir sex mánaða sérhæft nám í; forðafræði (4 nemendur),
efnafræði (2), verkfræði (2), jarðfræði (1), borholufræði (1), borholumælingum(l) og borverk-
fræði (1). Styrkþegarnir komu frá Costa Rica(l), E1 Salvador (1), Filippseyjum (3),Guatemala
(3), Kenya (2), Kína (3) og Tékkóslóvakíu (1).
Frá því jarðhitaskólinn tók til starfa árið 1979 hafa 118 styrkþegar frá 23 löndum útskrifast,
en að auki hafa um 40 dvalið hér í skemmri tíma (2 vikur til 3 mánuði).
Jarðhitaskólinn sér um öll mál sem snerta jarðhita á vegum háskóla Sameinuðu þjóðanna og
er Orkustofnun eina tengda stofnun hans á íslandi.
8.5 Markaðsskrifstofa iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar
Starfsemi á Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar (MIL) var tíðindalítil á
árinu 1992. Unnið var áfram að ýmsunt verkefnum og er vonandi að sú vinna skili árangri í
framtíðinni.
Atlantsálsamningar: Lokið var að mestu við gerð aðalsamnings við Atlantsálaðilana og
samnings um hafnar- og lóðaraðstöðu vegna álvers á Keilisnesi. Samið var við ýmsa íslenska
verktaka og ráðgjafa um framkvæmd umhverfisrannsókna og jarðtækniathugana á Vatnsleysu-
strönd. Rannsóknir á höfn við Flekkuvík voru hafnará vegum Vita- og hafnamálaskrifstofunnar.