Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 164
162 ArbókVFI 1992/93
þessa verkefnis var tekin upp þunnsneiðagerð og mæling v/s-tölu í harðnaðri steypu.
„Hástyrkleikasteypa úr íslenskum efnum“, sem styrkt var af Rannsóknarsjóði, Línuhönnun
og Verkfræðistofnun Háskóla íslands. Steypustöðvarnar B.M. Vallá hf. og Steypustöðin hf.
tóku þátt í verkefninu. Verkefninu lauk með útgáfu rits um rannsóknirnar.
Gefnar voru út 22 rannsóknarskýrslur, I0 Rb blöð og 7 sérrit. Sérritin voru: Gluggar - fram-
leiðslukröfur (58). Gler - framleiðslukröfur (59), Rétt notkun á timbri (60), Varmaeinangrun
húsa (30), Gæði íbúða (62) og Hagnýt laus jarðlög á íslandi (63).
Erlend samskipti voru góð. Bar þar hæst formennska í NBS (samvinna norrænu bygginga-
rannsóknastofnana), þátttaka í Nordtest og innganga ENBRI (European Network of Building
Research Institutes).
9.2 Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins
Fiskiðnaður og sjávarútvegur hér á landi hefur smám saman verið að losna úr viðjum fábreytni
og magnhugsunarháttar yfir í margslungna framleiðslu sem er löguð að óskum viðskiptavin-
anna. Enginn vafi leikur á því að með frekari fullvinnslu fiskafurða er eftir miklum verðmæt-
um að slægjast. Dæmi hafa verið nefnd um útflutning á lýsi í neytendapakkningum í stað lýsis
á tunnum, grásleppukavíars í stað grófsaltaðra hrogna í tunnum og sérskorinna fiskflaka í stað
blokkar. Þá má minna á að enn eru vannýttar tegundir sjávarfangs hér við land og ennþá er
góðu fiskmeti fleygt í sjóinn eða unnið í verðlítið fóður.
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins hefur að undanförnu lagt áherslu á rannsóknir sem miða
að bættri nýtingu sjávarfangs og vannýttra fisktegunda og hefur náðst töluverður árangur á því
sviði. Þá hafa rannsóknir á aðskotaefnum í sjávardýrum og lengingu á geymsluþoli ferskra
fiskafurða verið ofarlega á baugi. Fengist hafa gagnlegar upplýsingar með þessum rannsókn-
um sem þegar eru farnar að nýtast fyrirtækjum. Núna er unnið að því að gera stofnunina betur í
stakk búna til að aðstoða fyrirtæki við vöruþróun, bæði hvað varðar aðstöðu og þekkingu. Sér-
stöku verkefni hefur verið hrundið af stað í því skyni. Þá er unnið að því að efla útibú stofnun-
arinnar með fjölgun verkefna og tengja þau í ríkari mæli við aðra atvinnustarfsemi en fisk-
vinnslu.
Útibú Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins eru á Akureyri, ísafirði, í Neskaupstað og Vest-
mannaeyjum. Uppistaða starfsemi þeirra eru þjónustumælingar, einkum efna- og örverumæl-
ingar, fyrir fiskiðnað.
Á undanförnum tveimur árum hefur Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins eflt tengsl sín við
Háskóla íslands og Háskólann á Akureyri. Samstarfssamningur stofnunarinnar og Háskóla
íslands um aðstöðu á Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins fyrir kennslu í matvælafræði hefur
verið í gildi í þrjú ár.
Nokkrir þættir í starfsemi Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins eru saltfiskverkun á sjó, betri
nýting hrognkelsa, veiðar og vinnsla á kúfiski, fóður og eldistilraunir á lúðuseiðum, gæða-
staðlar fyrir ferskan fisk, umhverfisrannsóknir og áhrif umhverfisþátta á örveruvöxt (örveru-
vaxtarlíkön)
Stofnunin hefur umtalsverðar sértekjur, sem hafa aukist úr 20% af heildarrekstrartekjum
ársins 1982 í 58% af heildarrekstrartekjum ársins 1992. Sértekjurnar náðu hámarki 1990 og
urðu um 60% af heildarrekstrartekjum.
Heildarrekstrartekjur árið 1992 voru rúmlega 180 m.kr. Sértekjur voru tæplega 105 m.kr.
og ríkisframlag vegna rekstrar tæplega 76 m.kr.