Árbók VFÍ - 01.06.1993, Síða 185
Vegagerðin 183
fjörðum, komu að hennar mati þá fyrst til greina með jarðgöng eða álíka mannvirki, þegar
ofangreindum samgöngutálmum hefur verið rutt úr vegi.
Þessari áætlun hefur verið fylgt, bæði í fjárveitingum í vegáætlun og langtímaáætlun, og í
framkvæmdum. Þannig voru göngin í Ólafsfjarðarmúla byggð á árunum 1988-1990 og byrjað
á göngunt um Breiðadals- og Botnsheiði 1991 og áætlað að ljúka þeim fyrir árslok 1995.
Fjárveitingar til undirbúnings Austfjarðaganga hafa verið í vegáætlun allt frá 1989, og sérstak-
lega tilgreint að þar sé miðað við göng sem leysi vetrareinangrun Norðfjarðar og Seyðistjarðar.
I drögum að langtímaáætlun hefur verið miðað við upphaf framkvæmda 1998, þegar lokið
hefur verið við greiðslur vegna Vestfjarðaganga.
Þar eð ákvarðanir um fjárveitingar og tímasetningu framkvæmda eru teknar af stjórnvöldum
hefur verkefni nefndarinnar fyrst og fremst verið að undirbúa og leggja fram tillögur um
meginlínur í samgöngumynstri Austfjarða út frá þeim forsendum að jarðgöng ryðji samgöngu-
hindrunum úr vegi. Eins og áður hefur þá einkurn verið horft til Fjarðarheiðar og Oddsskarðs,
sem eru meðal erfiðustu heilsársvega á landinu að vetri til. Þá hefur einnig verið hugað að
tengingu milli Vopnafjarðar og Fléraðs, en þrátt fyrir endurbætur getur vegurinn um Hellisheiði
ekki orðið heilsársvegur sem unnt er að treysta á nema með tilkomu jarðganga. Göng til stytt-
ingar vegalengdar milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar hafa nokkuð verið könnuð og lítil-
lega fjallað um göng milli fjarða sunnan Fáskrúðsfjarðar.
2.2 Markmið jarðgangagerðar (4.1.)
Jarðgöng eru mjög dýr mannvirki. Má reikna með að hver kílómelri kosti 300 - 400 m.kr.
Miðað við þá litlu umferð, sem víðast hvar er á vegakerfinu hér á landi, sýna jarðgangafram-
kvæmdir sjaldnast arðsemi, ef beitt er hefðbundnum reikniaðferðum eins og þær tíðkast hjá
Vegagerð ríkisins.
Röksemdir fyrir jarðgangagerð hafa því yfirleitt verið af öðrum toga. Má þar einkum nefna
að jarðgöng leysi af hólmi hættulega vegakafla og/eða rjúfi vetrareinangrun staða. Að baki
slíkum röksemdum býr sú skoðun, að hætlukafli eða fjallvegur hindri vöxt og viðgang þess
byggðarlags sem hann afmarkar. Jarðgöng eru þar með orðin ein af forsendum fyrir þróun við-
komandi byggðarlags, og ættu þá einnig að hafa jákvæð áhrif á þróun þess svæðis, sem byggð-
arlagið tengist.
Jarðgangagerð sem nú er unnið að undir Breiðadals- og Botnsheiði er í senn ætlað að leysa
byggðarlög úr vetrareinangrun og eins er henni ætlað að mynda traustan byggðakjarna á
norðurhluta Vestfjarða og sporna þannig við neikvæðri íbúaþróun sem þar hefur átt sér stað.
Þetta l'ellur vel að þeim hugmyndum sem víða hafa verið reifaðar undanl’arið, m.a. af
Byggðastofnun, sveitarstjórnarmönnum og stjórnmálamönnum, að átak í samgöngumálum sé
ein af þeim opinberu aðgerðum, sem líklegastar eru lil að hafa veruleg áhrif á búsetu í landinu
á komandi árum.
Nefndin tekur undir þessi sjónarmið og gerir þau að sínum. Ýmsar samgöngubætur koma
þarna til álita, en mikilvægasti þátturinn í þessu samhengi eru samgöngubætur, sent tengja
saman byggðarlög með þeim hætti, að úr verði allfjölmenn atvinnu- og þjónustusvæði. Líta má
á slík svæði sem þróunar- og vaxtarsvæði, sem geli haft aðdráttarafl, þegar fólk velur sér
búsetu. Til að svo megi verða, þurfa jæssi vaxtarsvæði að vera allfjölmenn og fjarlægðir milli
einstakra byggðakjarna innan þeirra mega ekki vera of miklar.
I þessu ljósi verður að líta tillögur um jarðgangagerð á Austurlandi. Fjárfesting á borð við