Árbók VFÍ - 01.06.1993, Blaðsíða 186
184 ArbókVFI 1992/93
þá, sem hér um ræðir verður tæpast rökstudd með öðru móti en því markmiði, að skapa
skilyrði í'yrir þróunar- og vaxtarsvæði, sem að fólksfjölda og þéttleika væri með þeim stærstu á
landsbyggðinni.
2.4 Líkleg áhrif jarðgangagerðar (4.2.)
Hagrænn ávinningur af jarðgangagerð samanstendur af sparnaði við rekstur og úrbætur eldra
vegasambands auk sparnaðar vegfarenda sem um göngin fara. Útreikningará arðsemi einstakra
jarðganga ráðast m.a. af ákvörðun um afskriftartíma og alkastavexti, en ekki síður af þeim kosti
sem stillt er upp á móti gerð jarðganga. Óbeinan sparnað og ávinning af bættum samgöngum
er erfiðara að ákvarða. Almenn rök styðja tilgátu um traustari grundvöll fyrir verslun, þjónustu
og félagslíf eftir að heilsárs vegasambandi hefur verið komið á milli nágrannabyggðarlaga.
Ahrif bættra samgangna á landi minnka þörf fyrir llugsamgöngur innan þess svæðis sem
þær hafa áhrif á. Þannig skapa bætt tengsl Vopnafjarðar og Norðíjarðar við Egilsstaði töluverða
samkeppni við flug á þessa staði. Hlutfall farþega sem ekki eru heimamenn ræður þó miklu hér
um, þar sem þeir vilja að jafnaði komast beint til þeirra staða sem þeir eiga erindi til. Betra
vegasamband milli Norðfjarðar og Egilsstaða dregur mjög úr þörf á áætlunarflugi til Norð-
fjarðar.
Tenging byggðarlaga á fjörðum niðri með jarðgöngum auðveldar stofnun hafnarsamlags
með sameiginlegri yfirstjórn aðildarsveitarfélaga. Mynstur jarðganga ræður miklu um hugsan-
lega samvinnu í rekstri hafnarmannvirkja. í drögum að flokkun hafna hjá Vita- og hafnamála-
stofnuninni eru hafnirnar á Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði skil-
greindar sem stórar fiskihafnir. Reyðarfjörður er safnhöfn fyrir svæðið skv. þessari flokkun og
á Seyðisfirði er ferjuhöfn fyrir Evrópusiglingar Smyril-Line.
Sparnaður í opinberum fjárfestingum yrði þó tæpast umtalsverður með tilkomu jarðganga.
Sé t.d. litið til fjárfestinga í höfnum, en þær eru meðal stærstu opinberu fjárfestingarliða, kemur
eftirfarandi í ljós. Samkvæmt hafnaáætlun I99l-94erhluturríkisinsíáætluðum framkvæmdum
við hafnamannvirki á svæðinu frá Vopnafirði til Breiðdalsvíkur um 300 m.kr., eða um 75
m.kr. á ári að meðaltali. í fæstum tilfellum er hér um endanlegan frágang að ræða, þannig að
vafalaust verður framhald á þeim fjárfestingum. Með bættum vegasamgöngum ætti að veraunnt
að spara í uppbyggingu og rekstri hafnanna. Óvarlegt er þó að áætla, að sá sparnaður skipti
sköpum varðandi kostnað við jarðgangagerð. Leiða má lfkur að því að nýting opinberra mann-
virkja og þjónustu myndi hins vegar aukast með bættum samgöngum. Grundvöllur sérhæfðra
eininga í opinberri þjónustu, svo sem skóla og heilbrigðisstofnana ykist og þeim mætti vænt-
anlega fækka eitthvað.
Samvinna af hálfu sveitarfélaga á Austurlandi hefur verið takmörkunum háð, einkum vegna
einangrunar og óöruggra samgangna. Sameiginlegur rekstur eða hugsanleg sameining sveitar-
félaga hefur því ekki verið mikið í umræðunni. Sameiningarmál hafa komið meira inn í um-
ræðuna í framhaldi af framkomnum hugmyndum um nýja skiptingu landsins í sveitarfélög og
um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Sveitarlélög á Austurlandi hafa staðið saman að Sambandi sveitarfélaga í Austurlandskjör-
dæmi (SSA). Samtökin hafa verið umræðuvettvangur um stærri sem smærri málefni fjórð-
ungsins og málsvari sveitarfélaga út á við. Ályktanir sambandsins hafa oft beinst að auknu
samstarfi sveitarfélaganna. Að tilhlutan Sambandsins var haldin ráðstefna á Seyðisfirði um
jarðgangagerð í fjórðungnum í maí I988. í lok ráðstefnunnar var samþykkt tillaga þar sem