Árbók VFÍ - 01.06.1993, Síða 187
Vegagerðin 185
stjóm SSA var falið að hlutast til um að sett yrði á fót samstarfsnefnd með fulltrúum sveitar-
stjórna, Vegagerðar ríkisins, Byggðastofnunar og samgönguráðuneytis til að vinna að fram-
gangi jarðgangagerðar á Austurlandi og gera tillögur um leiðir til fjármögnunar. Stjórn sam-
bandsins óskaði síðan formlega eftir því við samgönguráðuneytið að slík nefnd yrði skipuð og
var það gert, en það er einmitt sú nefnd sem skilar tillögum sínum í þessari skýrslu.
Samvinna sveitarfélaga ætti að geta aukist til muna eftir jarðgangagerð, t.d. á sviði sorpeyð-
ingar, sjúkraflutninga og slökkviliðs, orkuflutninga, fþrótta- og æskulýðsmála og víðar. Sama
gildir um samnýtingu þjónustu á sviði heilsugæslu, framhaldsskóla, sérkennslu og sérskóla og
ýmissar atvinnu-, ráðgjafar- og tækniþjónustu. Einnig ætti stærri markaður að geta stutt við
aukið félags- og menningarlíf á ýmsum sviðum. Hvað framangreindir þættir vega mikið í
krónum og auruni er mjög erfitt að segja til um, og nefndin hefur ekki reynt að leggja neitt mat
þar á.
Tenging jarðganga hlýtur einnig að hafa jákvæð áhrif á atvinnulíf. Ekki er þó vert að búast
við neinum stökkbreytingum í ákveðnum byggðum, en möguleikar til ýmissar samvinnu,
samnýtingar og hagræðingar ættu að stóraukast. Þá ætti að vera betri grundvöllur fyrir margs-
konar sérhæfða verslunar- og þjónustustarfsemi sem á erfitt uppdráttar við núverandi aðstæður.
í heild ætti svæðið því að geta bætt stöðu sína mjög í aukinni samkeppni innan atvinnulífsins,
bæði gagnvart öðrum vaxtarsvæðum á landsbyggðinni og gagnvart höfuðborgarsvæðinu.
Ahrif jarðgangagerðar á íbúaþróun á Mið-Austurlandi verða ekki sögð fyrir. Þrátt fyrir
mikilvægi samgangna í uppbyggingu byggðakjarna eru þær aðeins ein af forsendum jákvæðrar
íbúaþróunar. Þróun mannfjölda á Austurlandi hefur verið nátengd afkornu grunnatvinnuveg-
anna. Atvinnu-, tekju- og menntunarmöguleikar hafa öðru fremur verið ráðandi um búsetu.
Gefa má þá forsendu að félags- og menntunaraðstæður batni til muna við gerð jarðganga á
Austurlandi. Einnig má ætla að búseta á stöðum sem nú búa yfir óöryggi í samgöngum verði
ásættanlegri. Aðstæður á vinnumarkaði verða hins vegar alltaf sá þáttur sem mestu ræður um
íbúaþróun, og þar geta bættar samgöngur vissulega haft sín áhrif.
Helsta nálgun við spár um áhrif jarðgangagerðar á íbúaþróun við óbreyttar efnahagshorfur
er að draga muni úr búferlaflutningum af svæðinu en tölfræði um búferlaflutninga undanfar-
inna ára er ein helsta breytan í líkönum um íbúaspár.
2.5 Kostnaður, einingaverð og arðsemi (5.5. og 6.2.4.)
Kostnaður við gerð jarðganga á Islandi hefur farið nokkuð lækkandi undanfarinn áratug. Þar
ræður mestu ný og betri tækni við framkvæmdina og síaukin reynsla og þekking á slíkri mann-
virkjagerð í íslensku bergi. Þessi reynsla hefur einkum fengist við Blönduvirkjun, Olafs-
Ijarðarmúla og núverandi gangagerð á Vestfjörðum. Jarðgöngin eru auk þess mun stærri en
þau sem eldri eru. og einingaverð því eðlilega lægri.
Kostnaður við gerð jarðganga á Austfjörðum ætti að verða sambærilegur við fyrrnefnd
verk. Kostnaðaráætlanir sem birtar eru í þessari skýrslu byggjast á hefðbundnum tæknilegum
torsendum og Breiðadals- og Botnsheiði. Styrkingarþörf einstakra ganga er metin út frá núver-
andi þekkingu á jarðfræðilegum aðstæðum. Þótt sú þekking eigi eftir að aukast töluvert áður
en ráðist verður í framkvæmdir er ólíklegt að það hafi afgerandi áhrif á kostnað. Gangalengd,
sem byggist einkum á landslagsaðstæðum á hverjum stað og vali á hæð munna yfír sjó, ræður
mestu um endanlegt verð einstakra ganga.
Við mat á kostnaði við nýja vegi að göngum, brýr og forskála, hefur verið tekið tillit til að-