Árbók VFÍ - 01.06.1993, Qupperneq 188
186 ÁrbókVFÍ 1992/93
stæðna á hverjum stað.
Kostnaðaráætlanir fyrir einstök mannvirki koma fram í síðari köflum skýrslunnar. Til við-
miðunar má nefna, að meðaltalseiningarverð fyrir jarðgöng er 325 m.kr./km, fyrir forskála 650
m.kr./km og fyrir vegi að göngum 20 m.kr./km (brýr innifaldar). Þessar tölur eru á verðlagi
ársins 1992 (vísitala vegagerðar = 4647).
í arðsemisreikningum fyrir vegaframkvæmdir er stofnkostnaður framkvæmdar borinn
saman við þann sparnað, sem af henni leiðir, bæði fyrir veghaldara (minna viðhald, snjó-
mokstur o.s.frv.) og vegfarendur (betri lega vegar, bundið slitlag, minna klifur, stytting vega-
lengda o.s.frv.). Ef framkvæmd skilar arði, sýna reikningarnir einnig þá vaxtatölu, sem gerir
stofnkostnað og sparnað jafna, og kallast slíkir vextir afkastavextir fjárfestingarinnar.
Arðsemisreikningar í vegagerð miða yfirleitt við núverandi umferð á viðkomandi vegi, og
er hún sfðan framreiknuð skv. almennri umferðarspá til opnunarárs vegarins. Ekki er á hinn
bóginn tekið tillit til aukningar á umferð, sem oft á sér stað, þegar miklar styttingar eða aðrar
endurbætur eru gerðar á vegakerfinu. Arðsemisreikningar sem þessir takmarkast ávallt af því,
að þeir taka aðeins tillit til mælanlegraþátta, enekki til óbeins hagnaðaraf bættu vegasambandi.
Má þar nefna lækkun slysatíðni, bætta þjónustu o.s.frv.
I arðsemisreikningum í vegagerð hefur hér á landi t'rá upphafi verið reiknað með þjóð-
hagslegum sparnaði umferðar, þ.e. skattar og önnur opinber gjöld eru dregin út úr dæminu og
minnkar sparnaður sem því nemur. Á hinn bóginn hefur stofnkostnaður svo og reksturs- og
viðhaldskostnaður verið reiknaður brúttó, þ.e. með sköttum og öðrum opinberum gjöldum.
Þetta veldur því að arðsemi reiknast minni en vera ætti. Ekki var þó um þetta fengist, þar eð
hvorutveggja var, að arðsemi var almennt mikil, og eins hitt að opinberu gjöldin voru miklu
minni þáttur í stofn- og viðhaldskostnaði en í kostnaði umferðar.
Nokkur frávik frá almennum forsendum arðsemisreikninga eru gerð hér við beilingu þeirra
á jarðgöng. Eru þessi helst:
a) Afskriftatími: Hér er reiknað með 30 ára afskriftartíma, svo sem áður hefur verið gert,
þegar um stærri mannvirki er að ræða. Færa má rök fyrir því að afskriftartíminn hér mætti
vera lengri, 40-50 ár, og ykist sparnaður ef svo væri gert.
b) Umferð: Umferð er skilgreind með tvennu móti hjá Vegagerð ríkisins, þ.e. meðalumferð
á dag yfir árið (ÁDU) og meðalumferð á dag yfir sumarið (SDU). Hlutfallið ÁDU/SDU
liggur gjarnan á bilinu 0,6-0,9. Yfirleitt er ársumferðin (ÁDU) notuð í arðsemisreikning-
um og þá miðað við umferð á opnunarári mannvirkja. Hér er hins vegar reiknað með
sérstaklega útreiknuðum umferðarspám, sem nánar er fjallað um í kafla 3.3. í skýrslunni,
og sem gefa meiri umferð en hefðbundnar aðferðir.
c) Stofnkostnaður og viðhaldskostnaður: Reynt hefur verið að meta hlut opinberra gjalda í
þessum þátlum og varð niðurstaðan sú að hann væri yfir 20%. Var því kostnaður lækkað-
ur um 20% og má þá telja að allar stærðir, sem ganga inn í reikningana, séu þjóðhagslegar
stærðir.
d) Slitlög: Jarðgöng eru borin saman við núverandi veg. Að mestu leyti er þar um malarvegi
að ræða, en jarðgöng og aðliggjandi vegir eru reiknaðir með bundnu slitlagi. Þessi munur
á slitlagi gefur nokkru hagstæðari útkomu, en ef sama gerð slitlags væri í báðum tilvikum.
Reynt hefur verið að meta arðsemi framkvæmda, og þá einkum til að bera saman einstök
J