Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 189
Vegagerðin 187
mynstur frekar en að búist hafi verið við raunhæfum tölum í krónum eða prósentum. Til þess
eru forsendur allt of veikar, einkum varðandi væntanlega umferð, sem er einn aðaláhrifaþáttur-
inn. Hér að framan var gerð grein fyrir forsendum og aðferðum við arðsemisreikningana.
Miðað við 30 ára afskriftartíma sýndu öll mynstrin örlitla arðsemi, og kom það á óvart.
(Nefndin hefur einkum haft til skoðunar þrjú mismunandi samgöngumynstur, þar sem ýmist er
lögð áhersla á að tengja betur saman byggðarlög með fram sjávarsíðunni eða tengja sjávar-
plássin við Hérað. I skýrslunni er nánar gerð grein fyrir þessu, m.a. með kortum). Arðsemin
eykst lítillega þegar farið er úr lágspá í meðalspá fyrir umferð. í fyrri útreikningum fyrir þessi
mannvirki náði sparnaðurinn aldrei að borga til baka stofnkostnaðinn á 30 árunt, enda var þá
ekki notuð sérstök umferðarspá heldur var núverandi sumarumferð notuð sem meðalumferð
yfir árið. Sú aðférð sem nú var notuð, þ.e. að spá fyrir unt umferð með svokallaðri þyngdar-
punktaaðferð, gefur mjög háar tölur og augljóst að í a.m.k. sumum tilfellum eru þær ekki
raunhæfar. Þettci undirstrikar að ekki má líta á þessa arðsemi sem áreiðanlega, reikningslega
niðurstöðu, enda fyrst ogfremst œtluð til að bera saman mynstrin innbyrðis.
í útreikningunum er ekkert tillit tekið til óbeinna áhrifa, efnahagslegra eða félagslegra, enda
mjög erfitt að leggja tölulegt mat þar á.
2.6 Framkvæmdir (7.)
2.6.1 Undirbúningsrannsóknir (7.1.) Fyrirliggjandi rannsóknir eru nægilega umfangsmiklar
lil að unnt sé að meta möguleika á gerð jarðganga á einstökum stöðum og áætla gróflega
kostnað við mannvirkjagerð. Á grundvelli þeirra má bera saman kosti, velja mynstur og jafn-
vel einstakar jarðgangaleiðir í stórum dráttum. Hins vegar þurfa að fara fram mun ítarlegri
rannsóknir til undirbúnings framkvæmda, svo sem til ákvörðunar um nákvæma legu ganganna,
til að geta gert styrkingarspá og endanlega kostnaðaráætlun og vegna fleiri atriða. Þessar fram-
haldsrannsóknir eru einkum fólgnar í kjarnaborunum og ýmsum bergtæknilegum athugunum
auk nokkurra frágangsatriða í almennri jarðfræðikortlagningu. Með þessum rannsóknum reyna
menn að fá eins glögga mynd og kostur er afinnviðumfjallannaog berglaganna semjarðgöngin
koma til með að liggja í gegnum, og tæknilegum eiginleikum þeirra til jarðgangagerðar.
Til að ljúka öllum rannsóknum eftir að gangamynstur hefur verið valið þarf að reikna með
þremur árum. Tvö ár þarf til borana og nákvæmra athugana á valinni leið og eitt ár til loka-
rannsókna og útboðsgerðar.
2.6.2 Framkvænidatækni (7.2.) Hefðbundnar aðferðir við jarðgangagerð byggjast á því að
bora láréttar holur, 3-5 metra inn í bergið í þversniði ganganna, og sprengjabergið inn í göngin.
Þá er hreinsað laust grjót úr lofti og veggjum og síðan öllu lausu efni mokað á bíla og það flutt
út úr göngunum. Ef berg er það lélegt að hætta er á hruni þarf að setja vinnustyrkingu, sem
oftast eru bergbollar og/eða ásprautun, til að auka öryggi starfsmanna. Síðan eru boraðir og
sprengdir næstu 3-5 metrar og svo koll af kolli. Endanlcgum styrkingum og vatnsvörnum og
öðrum búnaði sem vera á í göngunum, er sjaldnast komið fyrir fyrr en opnað hel'ur verið í
gegn. Ekki eru fyrirsjáanlegar neinar byltingar í hefðbundinni tækni við jarðgangagerð á næstu
árum. Aðallega er nú unnið að meiri sjálfvirkni tækja, svo sem tölvustýringu borvagna og
öruggari og afkastameiri tækjum til boltunar og annarra styrkinga. Talið er að þetta muni skila
sér í eitthvað meiri hraða og meira öryggi starfsmanna, en lítið í kostnaði.
Á síðustu áratugum hafa ýmiss konar borvélar sem vinna án sprenginga víða leyst af hólmi
hefðbundna tækni við jarðgangagerð. Þessar vélar bora ýmist allt þversnið ganganna í einu