Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 191
Vegagerðin 189
lábær
®Seyðisfjörður
Eskifjörður
Hallorms-
staður
Reyðarfjörður
Mynd 1 Samgöngumynstrið sem nefndin byggir lillögu sína á.
við göng sem tryggja vetrarsamgöngur milli Vopnafjarðar og Héraðs og í öðru lagi göng sem
stytta vegalengdina milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar um allt að 32 km. I fyrra tilfellinu
eru hugsanleg göng allt frá 2,0 til 6,3 km og áætlaður kostnaður 1,5-3 mia.kr., en í því síðara er
líklegasta gangaleiðin um 5,3 km og áætlaður kostnaður um 2 mia.kr.
Afangi 3: Jarðgöng sem stytt geta leiðina milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar um 16 km,
og milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur um 7 km. Þessi tvennu jarðgöng gætu orðið rúmir 9
km samtals, og kostnaður 3,5-4 mia.kr.
Það er ljóst að í þessum tillögum er horft lil langrar framtíðar. Heildarkostnaður við áfang-
ana þrjá er áætlaður 13-16 mia.kr., og þar af tæpur helmingur við þann fyrsta. Með tilliti til
reynslunnar er ólíklegt að fjármagn í þennan málaflokk verði meira en 500 til 700 m.kr. á ári á
næstu árum, þannig að hér er verið að tala um áratuga framkvæmdir. Hér ber einnig að hafa í
huga að óskir um jarðgöng í öðrúm landshlutum hafa þegar komið fram. Þótt ætla megi að
fjármögnun I. áfanga taki 10-15 ár, er æskilegur framkvæmdatími mun skemmri, eða 6 til 7 ár.
Það er skoðun nefndarinnar að vænlegasta leiðin við fjármögnun jarðgangagerðar á Austur-
landi sé sú, að meiri hluti fjármagns komi af vegáætlun á framkvæmdatíma (t.d. 50-75% af
fjárþörf). Því til viðbótar kemur til greina að leggja á tímabundna skatta eða afla lána. Sé lána-
leiðin valin, yrðu lánin endurgreidd af vegáætlun að mestu eða öllu leyti. Mögulegt er þó að
innheimta veggjald og greiða hluta fjármagnskostnaðar með því.
Það er brýnt að ákvarðanir um framkvæmdir og fjármögnun séu teknar með góðum fyrir-
vara og síðan við þær staðið, ef vinna á verkefnin með skipulegum hætti. Verkefnin þarf að
fella inn í vegáætlun og langtímaáætlun í vegagerð, eins og verið hefur um önnur jarðgöng á
síðustu árum. Jafnframt er mikilvægt að áætlanir og framkvæmdir séu tengdar öðrum þáttum,
eins og áherslum í byggðamálum og eflingu atvinnulífs.
3,9 km
<g>—“
Neskaupstaður