Árbók VFÍ - 01.06.1993, Blaðsíða 199
Kísiliðjan við Mývatn 197
ingar á silungastofna eru ekki líkleg til að sjást í heildarveiði eða stofnstærð. Minni veiði und-
anfarin ár verður ekki rakin lil starfsemi Kísiliðjunnar.
Lítil áhrif á fugla: Breytingar á stofnstærð fuglategunda verða ekki tengdar starfsemi Kísil-
iðjunnar. í Ytriflóa hefur aðeins orðið fækkun hjá einni tegund fugla, samanborið við önnur
svæði á síðustu 20 árum.
Eitt aðalatriðið í niðurstöðum sérfræðinganefndarinnar frá 1991 var varðandi mögulega
truflun á setflutningum á botni Mývatns af völdum dælingarinnar í Ytriflóa, en í skýrslunni
sagði m.a. „áhril' setllutninga innan Ytriflóa, og afleiðingar þess að Ytriflói flytur ekki út set
eins og áður var, gætu skipt máli. Það er verkefni frekari rannsókna, sem ekki hefur gefist
ráðrúm til eftir að þær staðreyndir komu í ljós“. Undir þetta var tekið í áliti Náttúruverndarráðs
og stjórnar Rannsóknarstöðvarinnar við Mývatn.
Ljóst var því að rannsaka þyrfti setflutningana frekar og í lok ársins 1991 ákvað iðnaðarráð-
herra í samráði við umhverfisráðherra að skipa ráðgjafahóp, sem falin voru eftirtalin verkefni:
1) Að gera tillögu um rannsóknaráætlun sem taki til breytinga á setflutningum
sem orsakast af námuvinnslu Kísiliðjunnar og áhrifa hennar á lífvef Mývatns.
2) Að leggja drög að skipulagi rannsóknanna.
3) Að skilgreina nánar þá kosti sem um er að velja varðandi takmarkanir á
kísilgúrnámi Kísiliðjunnar meðan á rannsóknum stendur.
Ráðgjafahópurinn lauk störfum í ársbyrjun 1992 og lagði til að skipaður yrði 3ja manna
verkefnishópur sérfræðinga sem hel'ði það hlutverk að framkvæma áðurnefnda rannsóknar-
áætlun. Verkefnishópurinn skilaði greinargerð um niðurstöður ársins 1992 í upphafi marsmán-
aðar 1993. Helstu niðurstöður eru, „að áframhaldandi námuvinnsla í Ytriflóa mun ekki hafa
teljandi áhrif í Syðriflóa hvað varðar strauma og setflutninga. Langvarandi vinnsla á Bolum
hefði í för með sér verulegar breytingar á lífsskilyrðum í Mývatni. Sú námavinnsla sem helst
er möguleg sunnan Teigasunds, er vinnsla grunnra gryfja til suðurs frá Neslandatanga eða
djúprar gryfju með lítið flatarmál á norðanverðum Bolum, eða sambland af báðum þessum
kosturn". Sjá nánar í grein á bls. 294 í þessari bók.
Iðnaðarráðherra gaf svo út, að höfðu samráði við umhverfisráðherra, nýtt námaleyfi fyrir
Kísiliðjuna þann 7. apríl 1993. Með þessu leyl'i var gildistími námaleyfis frá 1986 framlengdur
til ársloka 2010 og félaginu heimilt að nema kísilgúr úr Ytrifióa innan ákveðinna marka. Með
þessu námaleyfi er óvissunni um framtíð Kísiliðjunnar eytt a.m.k. fram til ársins 2010.
6 Rannsóknar og þróunarstarf
1 október 1991 var sett upp í Kísiliðjunni vél til þess að loka kísilgúrpokum og losna þannig
við efnisleka, sem hefur verið viðvarandi og alvarlegt vandamál. Vél þessi og ný hönnun á
pokanum er afrakstur samvinnu Kísiliðjunnar og tveggja finnskra fyrirtækja, Erkomat og
Wisapak. Vélin er sú fyrsta sinnar tegundar, sem sett er upp. Til marks um vel heppnað sam-
starf, þá hlaut þessi lausn svokölluð Worldstar verðlaun árið 1992, sem veitt eru af alþjóðleg-
um umbúðasamtökum. Árið 1991 hlaut þessi búnaður svokölluð Scanstar verðlaun sem veitt
eru af Scandinavian Packing Association. Þá hefur Kísiliðjan einnig hlotið sérstaka viðurkenn-
ingu frá hinum erlenda meðeiganda, Celite Corporation, fyrir brautryðjandastarf á sviði pökk-
unar innan Celite samsteypunnar og verður þessi lausn tekin upp hjá öðrum verksmiðjum innan
samsteypunnar.