Árbók VFÍ - 01.06.1993, Síða 201
Kísiliðjan við Mývatn 199
Á árinu 1992 voru rekstrartekjur að frádregnum
útflutningskostnaði 315,9 m.kr. en voru 372,6 m.kr.
1991. Lækkun rekstrartekna milli ára er 15%, en
tekjur á selt tonn kísilgúrs hækkuðu um rúm 6%.
Gengisþróun var hagstæð Kísiliðjunni, því meðal-
gengi ECU hækkaði um 1,8% milli áranna 1991 og
92. Raunskilaverð hækkaði um rúm 4% milli ára.
Rekstrargjöld án fjármagnsgjalda voru 332,8
nt.kr. 1992, en 397,1 m.kr. 1991. Lækkun rekstrar-
gjalda milli ára er rúm 16%, en hækkun á hvert tonn
var tæp 5%. Á samatímahækkaði byggingavísitalan
unt 2,8%. Mismunurinn á verðlagsþróun og fram-
leiðslukostnaði skýristaðallegaaf tninni framleiðslu.
Tap fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld var
16,9 m.kr. árið 1992, en árið áður var tapið 24,5
m.kr. Hagnaður fyrir tekjuskatt var 6,7 ni.kr. árið
1992, en tap fyrir tekjuskatt var 7,3 m.kr. árið 1991.
Hagnaður ársins 1992 var 5,7 rn.kr.
Rekstrarfjárstaða Kísiliðjunnar er mjög góð.
Samkvæmt efnahagsreikningi 31.12.1992 er veltu-
fjárhlutfall 11,8. Á saina tíma náðu langtímaskuldir
félagsins 0,7 m.kr. og eigið fé var rúm 96% af
heildarfjármagni. Efnahagsleg staða Kísiliðjunnar
er því mjög sterk. Greiddur arður til hluthafa fyrir
árið 1992 nam 10% af nafnvirði hlutabréfa, eða
tæplega 12,3 m.kr.
Fjöldi fastráðinna starfsmanna var 57 yfir vetrar-
mánuðina og 65 á þeim tíma sem dæling úrMývatni
fór fram. Fjöldi tryggingaskyldra vinnuvikna starfs-
manna félagsins árið 1992 var 3.177, sem svarar til
þess að meðalfjöldi starfsmanna væri 61. Laun og
launatengd gjöld námu rúmum 109 m.kr. árið 1992,
eða um 3% minna en árið áður.
9 Skin og skúrir í rekstri
Skipst hafa á skin og skúrir í rekstrarafkomu Kísil-
iðjunnar frá upphafi starfseminnar 1967. Allt fram
til ársins 1972 var taprekstur á fyrirtækinu, m.a.
vegna byrjunarörðugleika og ónógrar afkastagetu.
Á árunum 1973-79 var Kísiliðjan hins vegar rekin
með hagnaði og staðan styrktist með hverju ári.
V egna mikilla nýframkvæmda í kjölfar jarðhræringa
í Mývatnssveit og vegna erfiðra markaðsaðstæðna
700 -
600 -
500-
400 -
300 -
200 -
100 -
0 ■
30 ■
25 ■
20 ■
15
10
5
0
-5
-10
-15
m.kr.
co
co
m
Tekjur í m.kr.
á meðalverðlagi 1992
co
h-
O
CD
CO
CO
co
o>
lO
cö
'88 '89 '90 '91 '92
m.kr.
Hagnaður/tap í m.kr.
cö á meðalverðlagi 1992
c\j
c\T
oo
CD
h-
LO
co
có
100 n
98 -
96 -
94 -
92 -
90
'88 '89 '90 '91 '92
Eigið fé sem hlutfall af
heildarfjármagni
í árslok 1992 t-
co
CD
CT> CT>
CT>
'88 '89 '90 '91 '92
Mynd 12