Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 213
Flugmálastjórn 211
Lýsingarkerfi Egilsstaðaflugvallar eru hönnuð samkvæmt stöðlum Alþjóðaflugmálastofn-
unarinnar ICAO. Forsendur eru þær að uppfylla kröfur fyrir blindaðflug í flokki II (Cat. II),
þar sem m.a. er gert ráð fyrir að lágmarks skýjahæð sé 100 fet yfir Ilugbraut.
Blindaðflugsbiinaður á jörðu, aðflugsljós, aðflugshallaljós og flugbrautarljós mynda eina
samhangandi heild í aðflugskerfi llugvalla.
Á Egilsstaðaflugvelli eru larnpar af svo kallaðri „High-Intensity“ gerð, í þeim eru 200 W
halogen perur. Spenna á perunum er 30 Vac.
2.1 Aðflugshallaijós
Aðflugshallaljós, af svokallaðri „PAPI“ gerð (Precision Approach Path Indicator), fyrir hæðar-
leiðingu. eru fyrir báðar aðflugsáttir, um það bil 300 m frá þröskuldum. Tilgangur þeirra er að
leiðbeina flugmönnum síðasta spölinn, í rétturn aðflugshalla, inn á réttan stað á flugbrautinni.
Ljósin eru fjórir lampar í setti, báðum megin flugbrautarinnar, með rauðum og hvítum geisla
sem sýna rétlan aðflugshalla.
Réttur aðflugshalli á Egilsstöðunr er 3,0°. Skipting milli geisla er við 0,5°. Flugmaðurinn
sér réttan halla sem tvo lantpa með hvítunr geisla og tvo með rauðunt, þrír rauðir og einn hvítur
þýða samkvæmt því að vélin er komin niður fyrir réttan geisla.
2.2 Flugbrautarljós
Þröskuldur er sá staður á brautinni sem flugvélar þurfa að fara inn fyrir áður en þær snerta
flugbrautina. Á braut 04 á Egilsstaðaflugvelli eru tvær 9 ljósa raðir, 16 m langar, sitt hvoru
megin við brautina, þvert á hana, alls 18 Ijós með grænum geisla. Ljósin eru stefnuvirk og er
beint á rnóti aðflugsátl nteð 3° halla. Flugvél sem kentur inn með réttum aðflugshalla fer yl'ir
þröskuldinn í 50 feta hæð og snertir brautina u.þ.b. 300 m innar. Við ystu ljósin báðum megin
við þröskuldinn eru hvít leifturljós (Strobe), lilgangur þeirra er að afmarka enn frekar þrösk-
Mynd 3 Annar helmingur þröskulds að sunnan, Ljósin: Hannes S. Grétarsson.