Árbók VFÍ - 01.06.1993, Blaðsíða 214
212 ÁrbókVFÍ 1992/93
uldinn í lélegu skyggni, ljósstyrkur er 300 til 10.000 cd. Á Egilsstaðaflugvelli er þröskuldurinn
inndreginn um 153 m eftir flugbrautinni að sunnan vegna hindrunar frá þjóðveginum. Brautin
er þannig 1.847 m til lendingar úr suðri.
Á endum flugbrautarinnar er röð sex rauðra ljósa sem afmarka enda brautarinnar.
Kantljós, eru meðfram flugbrautinni, röð af hvítum ljósum með 60 m millibili, alls 66 lamp-
ar. Síðustu 600 metrarnir eru með gulum lit, á móti flugvélinni, til að gefa viðmiðun um þá
lengd sem eftir er af brautinni. Til að gefa flugmönnum stöðu flugvélarinnar á brautinni enn
betur til kynna eru upplýst skilti með 300 m millibili með fram flugbrautinni, að vestan, þar
sem sýnd er sú vegalengd sem eftir er af brautinni.
Snertiljós og miðlínuljós hafa ekki verið sett upp á Egilsstöðum en við hönnun var gert ráð
fyrir þeim möguleika. Snertiljós verða felld niður í brautina fyrstu 900 metrana frá þröskuldi,
180 til 360 lampar. Tilgangur þeirra er að mynda upplýstan samfelldan flöt og skapa tilfinn-
ingu um fasta jörð í lélegu skyggni. Miðlínuljós verða felld niður í flugbrautina, með 15 til 30
metra millibili, 65-130 lampar, eftir miðlínu hennar og gefa stefnuvísum eftir henni.
2.3 Akbrautarljós
Akbrautarljós afmarka hlaðið fyrir framan flugstöðina og akbrautir með bláum ljósum, „Low-
Intensity“ lömpum, í þeim eru 45 W halogen perur.
2.4 Aðflugsljós
Aðflugsljós hafa ekki enn þá verið sett upp á Egilsstöðum. Aðflugsljós eru röð ljósa frá þrösk-
uldi flugbrautar og út eftir aðflugslínunni, allt að 900 m. Tilgangur þeirra er að vísa flug-
mönnunum síðasta spölinn inn á flugbrautina eftir að blindaðflugi líkur og flugvélin er komin
niður í lágmarkshæð í sjónflug . Lágmarksskyggni er 1.600 m án slíkra ljósa en verður 800 m
með aðflugsljósum. Ljósin mynda samskonar mynstur síðustu 300 m og snertiljósin og eru í
beinu framhaldi af þeim og miðlínuljósunum og skapa tilfinningu um fasta jörð á sama hátt og
snertiljósin. Ljósin eru ýmist rauð eða hvít eftir staðsetningu, að auki eru oft notuð leiðiljós
(Strobe) sem blikka hvert á eftir öðru frá enda aðflugslínunnar og mynda hlaupandi ljóskúlu í
átt að flugbrautinni. Ljósstyrkur leifturljósanna er 300 til 10.000 cd og tíðnin getur verið 120
leiftur á mínútu.
Auk áðurnefndra Ijósa eru ýmis hindranaljós og lýsing á flugvélastæðum.
3 Rafkerfi
Raforku er dreift um llugvallarsvæðið á 400 V spennu, en á lengri leiðum er spennan hækkuð í
700 V til að minnka spennufall. Raforka til Ijósanna sjálfra er flutt með háspennu, allt að 5 kV.
Flugbrautarljós eru á 305 mm háum rörum, neðst á þeim er „brotnippill“ sem gefur sig ef
flugvél eða snjóruðningstæki lendir á því. í hverju ljósi er spennir sem lækkar spennuna niður.
Samtenging lampans við spenninn er með kló og snúrutengli þannig að auðvelt er að skipta um
ljós og önnur ljós loga áfram þótt eitt eða fleiri detti út.
Uppsett afl á flugvellinum er 35 kW og flugstöðin er 25 kW eða samtals 60 kW. Fyrirhuguð
aðflugsljós geta orðið 45 kW, miðlínan 32 kW og snertisvæðið 18 kW. Heildar uppsett afl getur
orðið yfir 200 kW þegar allri uppbyggingu vallarins er lokið.
Vararafstöð er 75 kVA, skiptitími er 10 sekúndur. Rafstöðin er tengd öllum búnaði á
vellinum.
Allir strengir eru lagðir í rör, undir hverjum lampa er kolla u.þ.b. 300 mm í þvermál og 600