Árbók VFÍ - 01.06.1993, Qupperneq 216
214 Arbók VFI 1992/93
4 Veðurmælingar
Á flugvellinum er mæli- og aflestrarbúnaður fyrir veðurmælingar þ.e. hitastig, daggarmark, úr-
komu, vindhraða og vindstefnu auk loftþrýstings. Á þremur stöðum á flugbrautinni eru inn-
felldir hitaskynjarar. Tilgangur þeirra er að auðvelda mat á hálkumyndun og bremsuskilyrðum
á flugbrautinni. Urvinnsla og geymsla mælinga er sjálfvirk og allar upplýsingar koma fram á
tölvuskjá í flugturninum. Skynjarar eru frá Hex hf., tölvuhugbúnað hannaði Jóhann Jóhanns-
son, smíði og uppsetningu annaðist Birgir Antonsson. Á næsta ári verða settir upp skyggnis og
skýjahæðarmælar við flugvöllinn. Strengir fyrir veðurmælingar eru u.þ.b. 4 km.
Uppsetning rafbúnaðar fór fram sumarið I993 og tókst mjög vel þrátt fyrir að sumarið var
erfitt veðurfarslega. Verkið var unnin af starfsmönnum raftæknideildar Flugmálastjórnar.
Hönnun annaðist Verkfræðistofan Rafhönnun.
5 Blindaðflug
Blindaðflug flugvalla eru flokkuð og skilgreind eftir þeim búnaði sem á þeim er, svo sem lýs-
ingarkerfum, radíóvitum og öryggi rafmagnsfæðingar. Sú flokkun segir til um leyfilega lág-
marks skýjahæð yfir flugbraut ásamt lágmarks flugbrautarskyggni. Blindaðflug að llugvelli er
lokaáfangi í radíóleiðsögn flugvélarinnar og leiðbeinir flugmanninum úr tiltölulega öruggu
svæði yfir hindrunum, niður úr skýjum og í lélegu skyggni, inn á rétta aðflugsstefnu og niður í
lágmarksflughæð, svonefnda ákvörðunarhæð. Ef flugmaðurinn sér flugvallarljósin í þessari
flughæð, heldur hann áfram til lendingar með leiðsögn flugvallarljósanna.
5.1 Leiðsögubúnaður
I þeim flugvélum sem ætla að gera blindaðflug að vellinum þarf að vera móttökubúnaður fyrir
merki frá aðflugsbúnaði flugvallarins.
Helsti búnaður til blindaðflugs á Egilsstaðaflugvelli er miðlínusendir, LLZ (Localizer), fyrir
stefnuleiðingu. Senditíðni LLZ-vita er 108,0-111,9 MHz , með mótun á 90 Hz vinstra megin
við ntiðlínu flugbrautarinnar, 150 Hz hægra megin, nákvæmni ±1/3°, langdrægi 25 Nm (sjó-
mílur) í 20° geira. Staðsetning loftneta fyrir LLZ sendinn er á miðlínu, 200 m frá norðurenda
brautarinnar. Loftnetið er með 12 loftnetsgreiðum af „log periodic" gerð, 3 m löngunt. Breidd
samstæðunnar er 27 m. Sjálfvirkur búnaður (Nearfield Monitor) fylgisl stöðugt með
nákvæmni sendingarinnar og slekkur á sendinum ef hún fer út fyrir leyfileg mörk. Loftnet fyrir
hann er á miðlínu, 100 m frá LLZ loftnetinu.
Fjarlægðarsendir, DME (Distance Measuring Equipment) með senditíðni 1.000 MHz, getur
annað u.þ.b. 100 flugvélum í einu, nákvæmni ±0,1 Nm fyrir fjarlægð 0-5 Nm, ±0,2 Nm fyrir5-
200 Nm. Loftnetið er staðsett á þaki flugturnsins,
Tveir hringvitar, NDB (Non Directional Radio Beacon), eru í aðflugslínunni, 11 Nm og 2,5
Nm sunnan við brautina. Senditíðni 200 til 400 kHz. Tilgangur þeirra er að leiðbeina flug-
mönnum að finna miðlínugeislann mátulega langt frá þröskuldinum, gefa leiðbeiningar um
fjarlægð frá flugbrautinni um leið og vélin fer yfir þá. í fráhvarfsflugi mynda þeir fasta punkta
sem fráhvarfsflugið og biðflug grundvallast á.
Staðsetningarviti, L (Locator). Senditíðni 200 til 400 kHz. Staðsetning 3,6 Nm norðan við
flugbrautina. Tilgangur vitans er að mynda fastan punkt í fráhvarfsflugi.
5.2 Blindaðflug
Lágmarkshæð á Egilsstaðaflugvelli, með núverandi LLZ og DME, miðað við aðflugskort