Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 218
216 ArbókVFI 1992/93
„LLZ/DME RWY 04“ (RWY 04 er Runway 04 - flugbraut 04) er 470 fet, hæð vallarins er 76
fet þannig að hæð yfir vellinum er þá 394 fet. Með fyrirhuguðum aðflugshallasendi lækkar
lágmarkshæðin í u.þ.b. 200 fet.
Blindaðflug á Egilsstaðaflugvöll má gera úr báðum áttum. Aðal blindaðflugsáttin er til
norðurs, segulstefna 042°, braut „04“. Braut „22“ hefur segulstefnu 222°. Haustið 1993 hafa
verið sett upp aðflug fyrir braut 04, þ.e. „LLZ/DME RWY04“- lágmarkshæð 470 fet, „NDB/
DME 04“ - lágmarkshæð 590 fet og „NDB RWY 04“- lágmarkshæð 1.220 fet.
Eitt blindaðflug er uppsett fyrir braut „22“, „NDB RWY 22“- lágmarkshæð 750 fet. Að-
flugin draga nafn af þeim búnaði sem þau byggjast á.
Allir radíóvitarnir senda út morse merki, samfara öðrum upplýsingum, sem flugmenn hlusta
á í upphafi aðflugs.
5.3 Dæmi um blindaðflug
Blindaðflug, samkvæmt LLZ/RWY 04 aðflugi, hefst í 4.600 feta hæð við stöðumiðið „Egill“
16 Nm sunnan við flugbrautina, samkvæmt DME fjarlægðarsendi. Flugvélin 1'ylgir geisla frá
miðlínusendinum, LLZ, á stefnu 042°. Lækkunin í átt að flugbrautinni verður samkvæmt töflu
á aðflugskortinu „Recommended Alt“ u.þ.b. 300 til 350 fet fyrir hverja sjómílu. Við NDB
vitann „VAD“ (VA) 11 Nm, DME, frá brautinni á hæðin að vera 3.700 fet, við „Egilsstaðir“
(ES) 2,5 Nm, DME, á hún að vera 930 fet. Lágmarkshæð er í 1 Nm fjarlægð frá brautinni, 470
fet, ef ekki sést inn á brautina eða hætt er við lendingu af öðrum ástæðum, hefst fráhvarfsflugið
með klifri á brautarstefnu í átt að L vitanum „Breiðavað“ (BR) 3,6 Nm úti og eftir það áfram-
haldandi klifur í 4.000 fet á stefnu 035°, í 4.000 fetum er tekin vinstri beygja í átt að NDB
vitanum ES og flogið í hringi með hann sem stöðumið, í 5.000 fetum, á meðan tekin er ákvörð-
un um framhaldið, annað aðflug eða flug til varaflugvallar. Hæsta hindrun í nágrenni vallarins
er 4.065 fet u.þ.b. 13 Nm sunnan við völlinn.
5.4 Fyrirhugaðar endurbætur aðflugsbúnaðar
Sumarið 1994 er fyrirhugað að setja upp aðflugshallasendi, GP (Glide Path) fyrir hæðarleið-
ingu. Senditíðni GP vita er á UHF 326,6-335,4 MHz, með mótun á 90 Hz yfir réttum halla,
150 Hz að neðan. Senditíðni GP senda er pöruð við LLZ senda. Staðsetning loftneta fyrir GP
sendinn er u.þ.b. 400 fet vinstra megin við miðlínu og u.þ.b. 1.000 fet frá þröskuldi. í samein-
ingu mynda LLZ og GP ásamt markvitum (Marker) blindlendingarkerfið-ILS (Instrument
Landing System).
Blindaðflugskerfin eru að öllu leyti hönnuð hjá kortadeild Flugmálasljórnar sem jafnframt
hannar og gefur út aðflugskort fyrir þau. Uppsetning búnaðar, sem keyptur er erlendis, fór fram
sumarið 1993 og var unnin af starfsmönnum radíódeildar Flugmálastjórnar.
Aður en blindaðflugsbúnaður er tekinn í notkun fara fram umfangsmiklar flugprófanir með
mælingum á leiðsögumerkjum, þar sem sannreynt er að búnaðurinn vinni samkvæmt þeim
kröfum og stöðlum sem um hann og viðkomandi aðflugsgerðir gilda og að leiðsögumerkin séu
innan leyfilegra marka. Flugprófanir eru síðan gerðar með reglulegu millibili í sama tilgangi á
meðan aðflugskerfið er í rekstri. Allar flugprófanir eru gerðar á flugvél Flugmálastjórnar og af
starfsmönnum hennar.