Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 228
226 ÁrbókVFÍ 1992/93
Mynd 5 Horft til NA yfir Kleppsvík til Eiðsvíkur sumarið 1992. í forgrunni er Sundahöfn, frá vinstri,
Vatnagarðar, Kleppur, Holtabakki, og Vogabakki. A miðhluta myndarfrá vinstri: Viðey, Geldingarnes,
Gufunes (flokkunarstöð Sorpu bs. er risin sunnan Aburðarverksmiðju), Eiðsvík. Á efri hluta myndar sést
frá vinstri; Lundey, Þerney og Alfsnes með Gunnunes nœr.
I greinargerðinni var lagt mat á kostnað við byggingu lengdarmetra í hafnarbakka miðað
við framsettar hugmyndir. Varð bygging hafnar í Viðeyjarsundi lang hagkvæmust samkvæmt
þeim mælikvarða auk þess sem þar var hægt að hefjast handa við gerð hafnarbakka án þess að
byggja ytri varnarmannvirki.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar auglýsti útboð í gerð Sundabakka í Vatnagörðum þann
16. febrúar 1966. Sex tilboð bárust, öll frá erlendum verktakafyrirtækjum, nokkur í samvinnu
við íslenska verktaka. Samið var við Skánska Cementgjuteriet, Stokkhólmi, um framkvæmdir
sem hófust í október sama ár. Verkinu var skilað 15. júlí 1968.
Höfuðþættir framkvæmdanna voru: Sprengingar á landi, dýpkun, neðansjávarsprengingar,
dæling, fyllingar, stálþil og leiðslugöng.
Ekki voru allir sáttir við byggingu Sundahafnar. Má ætla að fyrri hugmyndir um stækkun
hafnarinnar inn í Rauðarárvík hafi ráðið nokkru, enda höfðu sumir lagt í fjarfestingar á því
svæði í þeirri trú að hafnaraðstaða yrði þar.
Árið 1970 var komið upp löndunaraðstöðu fyrir laust korn í Sundahöfn og voru reistir þar
kornturnar á vegum fyrirtækisins Kornhlaðan hf. Árið 1971 var Eimskipafélagi íslands hf.
úthlutað landi á og upp af Sundabakka, til að reisa á hafnarskemmur
Við Sundahöfn var gert ráð fyrir að væri nægjanlegt landrými til frambúðar. Nú stefnir þó í
að Sundahafnarsvæðið sé að verða uppbyggt og beinast augu hafnaryfirvalda nú að nýju
hafnarsvæði í Eiðsvík norðan Gufuness.