Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 231
Reykjavíkurhöfn 229
víkurhafnar skilgreint þannig: Að vera helsta flutningamiðstöð landsins á sviði sjóflutninga og
tengja vöruflutninga milli landa við strand- og landflutninga og stuðla þannig að aukinni hag-
kvæmni í flutningum. Að nýta staðarkosti, eignir fyrirtækisins og þekkingu starfsmanna til
uppbyggingar og reksturs hafnar í þágu flutninga, sjávarútvegs og annarrar hafnsækinnar starf-
semi. Að veita örugga og hagkvæma aðstöðu og þjónustu sem fjárhagslega sjálfstætt fyrirtæki
sem rekið er í samræmi við arðsemis- og viðskiptasjónarmið.
6 Borgarfyrirtæki
Reykjavíkurhöfn er fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar. Um höfnina gilda hafnalög og hafnar-
reglugerð, þar sem kveðið er á um skyldur hafnarinnar, settar reglur um starfsemi hennar og
stöðu gagnvart eiganda. Borgarstjórn setur höfninni stjórn og skipar hafnarstjóra. Höfnin hefur
sjálfstæðan fjárhag og fjármagnar rekstur og uppbyggingu með eigin aflafé ein íslenskra hafna.
Höfnin býr við mikla staðarkosti mitt í mesta þéttbýli landsins. Aðstaða til hafnargerðar er
hagstæð, sigling örugg og óhindruð og góð tengsl við samgöngukerfi á sjó, landi og lofti.
7 Skipakomur
Hafnarsvæði er það land sem er í eigu hafnarsjóðs og ráðstafað er af hafnarstjórn. Síðustu tvo
áratugi hefur land Reykjavíkurhafnar aukist verulega og var í lok ársins 1991 samtals rúmlega
ein milljón fermetrar og bryggjulengd um 4.200 m. Árið 1991 fóru um 3,2 milljónir tonna af
vörum, olíu, fiski og steinefnum um Reykjavíkurhöfn. Alls fóru 186.000 gámaeiningar (TEU)
um höfnina en fjöldi þeirra hefur rúmlega þrefaldast á 10 árum. Skipakomur til hafnarinnar
voru 2.500. Rekstur hafnarinnar fer aðallega fram á tveimur hafnarsvæðum, þ.e. fiski- og þjón-
ustuhöfn í Gömlu höfninni og flutningahöfn í Sundahöfn. Iðnaðarstarfsemi er að hluta til í
flutningahöfn og hafnarsvæði eru fyrir flutningatengdan iðnað í Grafarvogi og Eiðsvík en á
síðarnefnda staðnum eru staðhættir góðir til þróunar stórrar hafnar.
8 Þróunarsvæði í Eiðsvík
Samkvæmt áætlunum hafnarstjórnar er reiknað með að uppbygging Gömlu hafnarinnar og
Sundahafnar verði langt komin á fyrsta áratug næstu aldar. Til að tryggja atvinnulífi í Reykja-
vík athafnarými hafa borgaryfirvöld í nýju aðalskipulagi tryggt þróunarsvæði í Eiðsvík fyrir
höfn og tengda atvinnustarfsemi til að nýta tækifæri sem bjóðast til sóknar á nýrri öld.
9 Framkvæmdir í Gömlu höfninni
Árin 1992 og 93 stóðu yfir viðamiklar framkvæmdir í Gömlu höfninni á vegum Reykjavíkur-
hal'nar. Unnið var að endurbyggingu á eldri hluta Austurbakka og alls Miðbakka. Hafnarbakk-
arnir voru færðir utar í höfnina til að skapa rými fyrir nýja Geirsgötu frá Kalkofnsvegi að
Mýrargötu norðan húsanna við Tryggvagötu. Frágangi hafnarbakka lauk á miðju ári 1993 og
var umferð hleypt á hina nýju Geirsgötu um haustið. Um leið og Miðbakki er færður utar til að
skapa aukið rými fyrir Geirsgötu opnast nýir möguleikar fyrir notkun hafnarbakkans. Við nýja
bakkann er um 270 m löng viðlega með ýmsum möguleikum til nota, t.d. afgreiðslu og þjónustu
við stærri fiskiskip og móttöku skemmtiferðaskipa. Undanfarin ár hafa skemmtiferðaskipin
nær öll þurft að leggjast að bryggju í Sundahöfn, en sumarið 1993 lagðist um helmingur þeirra
að Miðbakka, eða um 20 alls.