Árbók VFÍ - 01.06.1993, Blaðsíða 243
Raforkuútflutningur 241
víslegar, en ein meginástæðan var hve aflspennirinn gerði á auðveldan hátt kleift að umbreyta
milli háspennu, til orkuflutninga og lágspennu við dreifingu orkunnar. Auk þess reyndist
orkuvinnsla í 3-fasa rafala mun hagkvæmari en í jafnstraumsrafölum (sjá heintildir nr. 4 og 5).
Segja ntá að sigur riðstraumskerfanna yfir jafnstraumnum hafi verið algjör um tíma rneðan
kerfin voru að þróast sem sífellt þéttriðnara net á afmörkuðum landssvæðum. Þegar verulegar
samtengingar kerfanna hófust yfir lengri vegalengdir milji ólíkra og tjarlægra kerfa, komu
takmarkanir riðstraumstækninnar í ljós. Ber þar helst að nefna sveiflur í tíðni og aflflutningi,
sem geta valdið óstöðugleika þegar samtengingar eru verulegar milli stórra fjarlægra kerfa þar
sem allar einingar (rafalar) samtengds riðstraumskerfis þurfa í raun að ganga í takt, þ.e. vera
samfasa. Einnig má nefna að þriggja fasa kerfin krefjast a.m.k. 3 leiðara alla þá leið sent fiytja
skal orkuna, en með HJT er nægilegt í mörgum tilfellum að hafa l leiðara og nota jörðina sem
bakleiðara.
Tilraunir til að nota háspenntan jafnstraum til orkuflutnings innan riðstraumskerfis strönd-
uðu framan af öldinni aðallega á skorti á hentugum endabúnaði til af- og áriðlunar, þ.e. um-
breytingar milli rið- og jafnstraums.
Talið er að sænskir vísinda- og tæknimenn eigi heiðurinn sent frumkvöðlar nútíma jafn-
straumstækni, en 1939 þróaði dr. Uno Lamm frá ASEA rafskaut sem juku verulega spennu og
straumþol s.k. ljósbogaafriðla (mercury arc valves).
Svíar urðu fyrstir til að koma nothæfu orkuflutningssambandi með HJT í reglulegan rekstur
árið 1954, en þar er átt við 96 km 20 MW neðansjávarsamband milli eyjarinnar Gotlands og
meginlands Svíþjóðar (heim. nr. 6 og 7). Síðan hafa verið byggð allmörg sambönd aðallega
neðansjávar, á Norðurlöndunum, sbr. mynd 3 auk annarra sambanda, sbr. mynd 2. (dæmi:
Ermarsund 1961, Nýja Sjáland 1965, Konti-Skan 1965, Sardinia-Ítalía 1967) Einnig hófst
flutningur með HJT með loftlínum yfir lengri vegalengdir (Volgograd-Donbass, 720 MW, 470
km) og með mjög verulegum flutningi 1970 (Pacific Intertie, I.600 MW, 1.400 km).
Ör þróun í hálfleiðaratækni, sem eins og kunnugt er hefur blómstrað á undanförnum tveimur
áratugum í rafeinda- og tölvutækni, varð hins vegar til þess að um 1970 leysti s.k. þýristor ljós-
bogaafriðilinn af hólmi sem endabúnaður fyrir háspenntan jafnstraum. Síðan 1972 hafa því
nánast öll jafnstraumssambönd byggst á notkun þýristors sem grunneiningar í endabúnaði
jafnstraumssambanda.
Það er athyglisverl að öll HJT sambönd byggjast á einangruðum flutningi milli tveggja
punkta, þar sem enn hafa ekki verið þróaðir aflrofar, er gera kleift að byggja upp flutningsnet
eða möskvakerfi fyrir jafnstraum, hliðstæð þeim sem nú tíðkast hvað varðar riðstraum. Unnið
er þó að þróun jafnstraumsrofa og munu þeir vafalaust auka notagildi jafnstraumssambanda og
kerfa í framtíðinni.
3 Yfirlit yfir jafnstraumstækni
Jafnstraumssambönd eru í megindráttum í af þrennu tagi þ.e. einpóla santbönd, tvípóla sam-
bönd og sampóla sambönd, eins og sýnt er á ntynd 4, þar sem endabúnaðurinn báðum megin er
sýndur sem aflspennir ásamt af- eða áriðli.
(a) Einpóla sambönd hafa aðeins einn leiðara, venjulega með neikvæðri spennu, (loftlína
eða strengur) þar sem jörðin eða sjórinn er notaður sem bakleiðari. Þetta þýðir, að í báðum
endum sambandsins verður að byggja jarðskaut, sem hleypa jarðstraumnum í gegn með sem