Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 244
242 Arbók VFI 1992/93
minnstu viðnámi. Viss vandamál
eða truflanir geta fylgt jarð-
straumnum og um þau verður
nánar íjallað.
(b) Tvípóla sambönd hafa tvo
leiðara, annan með neikvæðri og
hinn með jákvæðri spennu miðað
við jörð, og eru tvípóla sambönd-
in samt venjulega jarðbundin í
báða enda. Kostir tvípóla sam-
banda eru m.a. að ekki þarf að
leiða bakstrauminn í gegnum jörð
eða sjó og ef annar leiðarinn bilar,
er unnt að nota hinn leiðarann til
bráðabirgða sem einpóla samband
og flytja þannig helming af flutn-
ingsgetu afls við eðlilegar að-
stæður.
(c) Að lokum má nefna sam-
póla samband (homopolar link),
sem eins og mynd 4 sýnir, er í
raun samsetning á tveimur ein-
póla samböndum með sameigin-
legu jarðskauti.
Það er alhyglisvert, að viðnám
bakrásarinnar í einpóla sæstrengs-
sambandi er minna en leiðarans
sjálfs, jafnvel þótt reiknað sé með
viðnámi jarðskauta. Þetta þýðir
aftur að orkutap í slíku sambandi
er minna en í tvípóla sambandi
miðað við sömu spennu og straum.
Venjulega er spennan hins vegar
tvöfölduð í tvípóla sambandi (já-
kvæð og neikvæð spenna) þannig
að hlutfallslegt orkutap verður þar
í heild minna.
Eins og sýnt er á myndum 4, 5 og 6 samanstendur endabúnaður HJT sambands af 3-fasa
aflspenni ásamt af- og áriðli, sem er byggður upp úr þýristorlokum. Fjöldi af lokum getur verið
mismunandi, þ.e. 6 (mynd 6) eða 12, eins og sýnl er á mynd 5, en það fyrirkomulag (s.k. 12
púlsa Graetz-brú) er það sem venjulega er notað við jafnstraumssambönd.
Hver þýristorloki er byggður upp úr mörgum þýristorum, en þýristorar eru 0,5 - 1,0 mm
þykkar hálfleiðaraflögur að flatarmáli 8 - 90 cm2 (sbr. myndir 7a og 7b), sem geta opnað og
lokað fyrir rafstrauin samkvæmt stýrimerki. Tákn fyrir þýristor er sýnt á mynd 7c ásamt upp-
IVIynd 4 Helstu gerðir jafnsíraumssambanda. (a); Einpóla
samband með jörð eða sjó sem bakleiðara og t.d. 400 kV
neikvœða spennu leiðara við jörð; (b); Tvípóla samband t.d.
+/- 400 kV og (c): sampóla samband, t.d. 2 x-400 kV.
Mynd 5 Uppbygging endabúnaðar jafnstraumssambands
sem 2 spennar (3-fasa) og 12 púlsa Graetz-brú. Hveraf 12
einingum myndarinnar inniheldur tugi þýristora.