Árbók VFÍ - 01.06.1993, Side 251
Raforkuútflutningur 249
á olíuvættum pappír, ef um vegalengdir er að ræða í hundruðum km, en ef um skemmri vega-
lengdir er að ræða (tugir km) byggist einangrun strengsins á fljótandi olíu sem dælt er inn í
strenginn frá báðum endum.
Við tvípóla flutning þarf tvo eða fleiri aðskilda strengi sem gjarnan eru lagðir með tiltekinni
fjarlægð til að auka öryggi t.d. vegna slits, en við einpóla flutning er jörðin eða sjórinn notaður
sem bakleiðari. Neðansjávarsambönd eru í dag ýmist einpóla eða tvípóla. Þannig er Skagerrak-
sambandið (130 km, 500 MW), og sambandið yfir Ermarsund (2.000 MW, 50 km) tvípóla en
samböndin Svíþjóð-Gotland, Konti-Skan (Danmörk - Svíþjóð) og áðurnefnt samband Fenno-
Skan einpóla.
Ein helsta takmörkun varðandi orkuflutninga eftir sæstrengjunr liggur í tjóni af völdum slits
er stafar frá akkerum eða botnvörpum togara og skipa, sem sigla yfir strenginn, þar sem hann
liggur á sjávarbotninum. Þessi hætta minnkar að vísu með auknu dýpi, en á móti kemur
kostnaður og erfiðleikar við viðgerðir og viðhald strengsins. Við bilun þarf að lyfta strengnum
upp af sjávarbotninum og skeyta hann saman með nýjum bút í stað þess bilaða. Viðgerðir geta
tekið margar vikur, og þurfa viðgerðarskipin oft að bíða eftir góðu veðri til viðgerða.
Af ofangreindum ástæðum getur verið nauðsynlegt að grafa strenginn að hluta eða í heild
sinni niður í sjávarbotninn. og minnka þá mjög líkurnar á bilun. Þetta eykur hins vegar rnjög
kostnaðinn við lagningu strengsins og einnig kostnaðinn og erfiðleikana varðandi viðgerðir.
Má geta, að allir strengirnir í sambandinu yfir Ermarsund hafa verið grafnir niður með sérstak-
lega þróuðum neðansjávarbúnaði. Voru sagaðar 1 m djúpar raufar í kalksteinsbotninn og
strengir lagðir í.
Við einpóla llutning þarf að hanna jarðskaut með lágu viðnámi. Dæmigert viðnám jarð-
skauts við einpóla samböndin í Skandinavíu er um 0,1 ohm. Leiðni sjávar er einnig það mikil
að heildarviðnám bakrásarinnar er oft á tíðum minna heldur en heildarviðnám strengsins.
Dæmigert viðnám strengs er u.þ.b. 0,02 ohm/km. Hér er aðeins um dæmigerð gildi að ræða
sem breyst geta eftir aðstæðum.
Við einpóla flutning getur jarðstraumurinn valdið truflunum á siglingatækjum svo sem
áttavitum vegna seguláhrifa straumsins. Jafnstraumur veldur seguláhrifum og gildir þar einu
hvort um er að ræða einpóla eða tvípóla samband. Stundum er reynt að draga úr þessum áhrif-
um með því að leggja
bæði fram- og bakleið- ara nálægt hvor öðrum, eins og nú er gert t.d. varðandi sambandið yfir Ermarsund. Þá Eiginleikar sæstrengs Fenno -Skan strengur- inn Strengur með þekktri tækni Strengur fyrir hendi innan 3 til 4 ára Strengur fyrir hendi innan 8 til 12 ára
eykst hins vegar hætta Flutningsgeta [MW] 500 550 750 1.200
á að báðir leiðarar slitni Spenna [kV] 400 400 500 600
eða bili vegna sameig- inlegra áhrifa, nema Flatarmál þversniðs leiðara [mm2] 1.200 1.400 1.600 2.000
þeir séu kyrfilega nið- Þvermál [mm] 118 122 127 141
urgrafnir. Viðnám á lengdareiningu 1,6803 1,4402 1,2603 1,0082
Eins og áður er get- [ohm/m] við 70°C x 10'5 x 10'5 x 10"5 x 10-5
ið er dýpsta neðansjáv-
arsamband í rekstri Mynd 15 Helstu gerðir ogþróunarstig sœstrengja.