Árbók VFÍ - 01.06.1993, Blaðsíða 252
250 ÁrbókVFÍ 1992/93
Skagerrak sambandið þar seni um er að ræða 127 km langan sæstreng og 113 km loftlínu.
Þetta er tvípóla samband milli Danmerkur og Noregs (sjá myndir 3 og 12) og var það tekið í
notkun á árunum 1976 - 1977. Dýpi þar er allt að 560 m. Sérstakt skip, „Skagerrak“, lagði
strenginn og annast viðgerðir, en þyngd strengsins var meiri en áður þekktist og var strengur-
inn styrktur með tilliti til dýpisins til að verjast sliti. Hann var og grafinn niður í sjávarbotninn
með þar til gerðuin fjarstýrðum búnaði.
Þróun sæstrengstækni hefur verið hröð á undanförnum árum og búist er við áframhaldandi
þróun á því sviði. Þannig sýnir mynd 15 nokkur núverandi og áætluð þróunarstig
5 Nokkur tæknileg vandamál við orkuútflutning frá Islandi
um sæstreng
Hugmyndin um beinan útflutning raforku frá íslandi um sæstreng er ekki ný á nálinni. Talið er
að fyrrnefndur dr. Uno Lamm, einn af frumkvöðlum jafnstraumstækninnar hafi varpað henni
fyrst fram á raffræðingamótinu í Reykjavík 1952. Jakob Gíslason, fv. orkumálastjóri hélt síðan
erindi um verkefnið á ráðstefnu Verkfræðingafélags íslands árið 1962. (heimild nr 16) Á árun-
um 1975 og 1980 voru gerðar allítarlegar athuganir á vegum Orkustofnunar, en þær einskorð-
uðu sig við 2.000 MW flutning til Skotlands (heimildir 11 og 12).
Frá árinu 1984 hefur höfundur þessarar greinar haft þetta verkefni sem rannsóknaverkefni
við Háskóla íslands og á árunum 1985 og 1986 endurvakti hann og kynnti þessa möguleika í
iðnaðarráðuneytinu í tíð tveggja iðnaðarráðherra, fór kynnisferðir til Bretlands, lagði
verkefnið fyrir forsvarsmenn Landsvirkjunar og vann síðan frumskýrslur
(heimildir nr. 13, 14 og 15) um hagkvæmni og tæknilegar forsendur
fyrir Landsvirkjun. Síðan hefur verið unnið að málinu á veg-
um Landsvirkjunar (heim. 17) og iðnaðarráðuneytisins
auk þess sem erlendir aðilar hafa nú sýnt málinu
áþreifanlegan áhuga. Þannig er nú unnið að um-
fangsmikilli athugun í samvinnu hollenskra aðila
og Reykjavíkurborgar, þar sem verulegu fé verð-
ur varið til að fá svör við ýmsum mikilvægum
spurningum um þetta verkefni.
Orkuútflutningur frá Islandi útheimtir mjög
Sæstrengur Spennufall Samanlagt Tap í %
Flutnings- Spenna Straumur Málafl PdN yfir flutnings- af málafli
geta Lengd UdN IdN af-/áriðils sæstreng tap PdN
500 MW 950 km 1.800 km ± 400 kV 1,225 kA 1.000 MW 2 x 18,6 kV 2 x 35,5 kV 68,2 MW 107,2 MW 6,8% 10,7%
550 MW 950 km 1.800 km + 400 kV 1,375 kA 1.100 MW 2 x 18,8 kV 2 x 35,6 kV 73,0 MW 120,0 MW 6,6% 10,9%
750 MW 950 km 1.800 km ± 500 kV 1,5 kA 1.500 MW 2 x 18,0 kV 2 x 34,0 kV 83,9 MW 132,1 MW 5,6% 8,81%
1.200 MW 950 km 1.800 km ± 600 kV 2,0 kA 2.400 MW 2x19,2 kV 2 x 36,3 kV 124,6 MW 193,2 MW 5,2% 8,1%
Mynd 16 Flutningsgeta, spenna og afltöp fyrirýmis tilfelli 2-póla orkuútflutnings uni 2 sœstrengi.