Árbók VFÍ - 01.06.1993, Qupperneq 254
252 ÁrbókVFÍ 1992/93
skip þarf að geta athafnað sig við lagningu strengsins og viðgerðir oft á tfðum við erfiðar að-
stæður. Mynd 17 sýnir dreifingu vindorku á mismunandi svæði jarðarinnar (heimild nr. 24) og
sýnir hún einmitt hversu vindasamt hafsvæði Norður-Atlantshafið er. Því þarf að rannsaka og
meta nánar möguleika skips til að athafna sig við þessar aðstæður. Hver er líklegur meðalbið-
tími og hvernig hefur árstími áhrif á möguleika til viðgerðar, vegna slæmra veðurskilyrða?
Sæstrengur vegna orkuútflutnings frá íslandi yrði frá 5-9 sinnum lengri en lengsti strengur
til þessa. Bent hefur verið á (sbr. heimildir 25, 26 og 27) að rýmd slíks strengs útheimti
hleðslustrauma sem væru mun meiri en við styttri sambönd með streng og að möguleiki væri
að þýristorlokarnir þyldu ekki slíka hleðslustrauma.
Sæstrengur sem liggur um hafsvæði með mikilli umferð skipa er í hættu vegna akkera og
botnvarpa togara, nema að hann sé kyrfilega niðurgrafinn. Kostnaður við slíkan gröft er hins
vegar mjög verulegur og því er mikilvægt að geta ákvarðað af öryggi það svæði, þar sem grafa
þarf strenginn. Veruleg umferð togara er um það svæði suðaustur af íslandi þar sem gert er ráð
fyrir að strengurinn liggi. Rannsaka þarf þá áhættu sem felst í þessari umferð, þegar staðsetn-
ing strengsins er ákvörðuð.
6 Lokaorð
I grein þessari hefur verið leitast við að gera lauslega grein fyrir eðli þeirrar tækni sem í dag er
notuð við verulega raforkuflutninga með notkun jafnstraums. Hér er þó alls ekki um ítarlega
umfjöllun og fjölmörgum þýðingarmiklum atriðum sleppt. Þó er það von höfundar að þetta
yfirlit geti gefið leikum sem lærðum vissa innsýn inn í þessa spennandi tækni og möguleika
hennar fyrir Islendinga.
7 Heimildir
(1) S. Smedtsfell, B. Hansson, J. Nuder: Application Guidefor HVDC Transmission.
Vattenfall, Stokkhólmi, 1989.
(2) Robert Bourassa: Power from the Nortli. Prentice-Hall, Canada Inc. Ontario, 1985.
(3) M.A. Fischetti: Quebec Hydro: La Grande Tour. IEEE Spectrum, Október 1986, bls. 30 - 36.
(4) E. Uhlmann: Power Transmission by Direct Current. Springer-Verlag, Berlin/Heidelberg, 1975.
(5) E.W. Kimbark: Direct Current Transmission, Volume /. John Wiley & Sons, 1971.
(6) Rolf Ruritz: Major HVDC Submarine Cable Links in Sweden and Consultant Services in some
Intemational HVDC Projects. Orkuþing, Reykjavík, 1991.
(7) Nordel Planning Committee. HVDC transmission in the Nordic Countries, maí, 1983.
(8) J. Arrillaga. High Voltage Direct Current Transmission. Peter Peregrinus Press Ltd, 1983.
(9) U. Amaud, G. Bazzi, D. Valenza: Proposal for a Commercial Interconnection among the
Hawaiian Islands based on the Results of the Hawaii Deep Water Cable Program.
IEEE Transactions on Power Delivery , Vol 7, No. 4, október 1992, bls. 1661-1666.
(10) Halldór Jónatansson: Útflutningur á raforku. Orkuþing, Reykjavík, 1991.
(11) Londwatt Consultants Ltd., Virkir. Report on HVDC Transmission. Orkustofnun, apríl, 1975.
(12) Londwatt Consultants Ltd., Virkir. Report on HVDC Transmission. First Revision. Orkustofnun,
maí 1980.
(13) Egill B. Hreinsson: Export of Iceland's Hydroelectric Power Using HVDC Submarine Cable.
Verkfræðistofan Strengur, skýrsla unnin fyrir Landsvirkjun, 1986.