Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 272
270 ArbókVFl 1992/93
Fyrsta skilyrðið, sem er til þess að hindra efnisflutning úr kjamaefninu, ætti þó líklega að
tengja fínefnishlutfalli, t.d. eins og Sherard og félagar gera, þ.e.:
D15 < (25 -A) (4 x d85 - 0,7 mm) + 0,7 (mm)
Annað skilyrðið á að tryggja nægilega lekt í síunni miðað við lekt kjarnans.
Þriðja skilyrðið miðast við að breidd síulagsins sé amk. 3 m. Þar sem mikið liggur við eða
síubreiddin er verulega minni ætti að miða við Cu < 10.
Fjórða skilyrðið er til þess að tryggja að innri síukröfum í efninu sé fullnægt. Til hliðsjónar
má miða við að halli sáldurferils skuli vera yfir 20%, þ.e. að hlutfallslegur munur sáldurleifar
við tíföldun kornastærðar sé frekar meiri en 20%.
Sé við stífluhönnun miðað við ofangreind skilyrði má að okkar áliti telja öruggt að sían
virki eins og nauðsynlegt er og til er ætlast.
Á hinn bóginn má þó benda á að hjá Norges Geotekniske Institutt (NGI) hel'ur til þessa
verið miðað við Terzaghi skilyrðin ásamt því að halli ferla síu og kjarnaefnis sé svipaður þ.e.
að D50 Iiggi innan við 25 x dso- Þessi mörk voru áður: 4 x dso < D50 < 40 x dso- Reyndar veit
ég ekki til þess að skolast hafi úr stíflum í Noregi eða þær skemmst fyrir þær sakir að síur hafi
reynst óhæfar. Ekki segir hins vegar hvort ofangreindum skilyrðum, einu þeirra eða jafnvel
öllum, hafi ekki í reynd einnig verið fullnægt.
Heimildir:
(1) Improved Filter Criterion for Cohesionless Soils. Yusuke Honjo og Daniele Veneziano.
ASCE Journal of Geotechnical Engineering, Vol. 115 No. I. Jan. 1989.
(2) Crushed Rock Filters. Chai Huat Khor og Heng Kee Woo. ASCE Journal of
Geotechnical Engineering, Vol. 115 No. 3. Mar. 1989.
(3) Critical Filters for Impervious Soils. J.L.Sherard og L.P.Dunnigan. ASCE Journal of
Geotechnical Engineering, Vol. 115 No. 7. Jul. 1989.
(4) Filtration of Broadly Graded Cohesionless Soils. Jean Lalleur, Jacek Mlynarek
og André L. Rollin. ASCE Journal of Geotechnical Engineering, Vol. 115 No. 12.
Dec. 1989.
(5) The Norwegian Regulation for Planning, Construction and Operation of Dams.
The Norwegian Water Resources and Energy Administration/ Norwegian University
Press Oslo, Norway. Nov. 1986.
(6) HARZA Engineering Company. Geotechnical Design Guide DG-FE-4, Filters. Jun. 21,
1989.