Árbók VFÍ - 01.06.1993, Page 282
280 Árbók VFÍ 1992/93
kolefniseldsneyti, kolum, olíu eða jarðgasi, getum við stuðlað að því að draga úr gróðurhúsa-
áhrifuin í heiminum sem myndast eins og kunnugt er við fyrrnefndan bruna. Slíkt mundi gerast,
t.d. með því að byggja hið fyrirhugaða Atlantal álver á Keilisnesi og vinna úr vatnsafli okkar
og jarðhita þær 3.000 GWst sem álverið þarf á að halda árlega af raforku í stað þess að byggja
það erlendis og framleiða raforkuna úr öðrum orkugjöfum, t.d. kolum. Ef raforkan fyrir slíkt
álver væri unnin úr kolum mundu um 2,6 milljónir tonna af koltvísýringi á ári streyma út í
andrúmsloftið sem er svipuð mengun og kemur frá allri eldsneytisnotkun okkar Islendinga í
dag. Ennfremur má benda á að útflutningur á um 8 TWst á ári um tvo sæstrengi, mundi geta
komið í staðinn fyrir framleiðslu á sama orkumagni erlendis úr öðrum orkugjöfum svo sem
kolum og þannig komið í veg fyrir að um 7,5 milljónir tonna af koltvísýringi berist árlega út í
andrúmsloftið frá kolastöðvum, auk ryks, brennisteinsildis og köfnunarefna (mynd 9). Öll nýt-
ing okkar á vatnsafli og jarðhita á þann hátt sem hér er fjallað um bætir andrúmsloftið fyrir
okkur sjálfa jafnt sem aðra, því mengun þess í einu landi dreifist meira og ntinna um heims-
byggðina alla.
Við Islendingar eigum því láni að fagna að geta búið við orkugjafa sem unnt er að nýta til
framleiðslu „hreinnar" raforku meðan margar aðrar þjóðir þurfa að nýta mengandi orkugjafa
eins og þá sem fyrr eru nefndir að ógleymdri kjarnorkunni með þeim hættum sem nýtingu
hennar fylgir. Okkar umhverfisvandamál eru því að þessu leyti smávaxin í slíkum samanburði
og auðleysanlegri. Engu að síður megum við ekki rasa hér um ráð fram. Við verðum því að
kappkosta að nýta orkulindir okkar í sem mestri sátt við umhverfið þannig að virkjanafram-
kvæmdir okkar verði ekki aðeins umhverfisvænar sem grundvöllur að framleiðslu „hreinnar"
raforku heldur einnig aðlagaðar staðháttum og náttúrulegu umhverfi sem best má verða. í því
skyni samþykkti Alþingi lög nr. 63 frá 21. maí 1993 um mat á umhverfisáhrifum. Tilgangur
þessara laga er að tryggja að fram fari ítarlegt mat á áhrifum framkvæmda á umhverfíð áður en
í þær er ráðist og er þá átt við framkvæmdir sem eðli sínu samkvæmt eða umfangs síns vegna
geta haft umtalsverð áhrif á umhverfið. Jafnframt eiga lögin að stuðla að því að mat á um-
hverfisáhrifum verði fastur liður við gerð skipulagsáætlana. Enn hefur ekki verið sett reglu-
gerð samkvæmt lögum þessum en mikilvægt er að það verði gert og þá með það að markmiði
að tryggja sem best að umhverfismatið verði faglegt, hlullægt og skilvirkt tæki stjórnvalda til
ákvarðanatöku án þess þó að sá tími sem í dag fer til rannsókna og annars undirbúnings í þágu
framkvæmda eins og virkjanaframkvæmda lengist frá því sem verið hefur.
í kjölfar umræddrar lagasetningar þarf að móta heildarstefnu í landnýtingu á miðhálendinu
á grundvelli frummats á helstu umhverfisþáttum. Með slíka stefnu að leiðarljósi yrði allt rann-
sóknarstarf á virkjanasviðinu markvissara en ella. Umfangsmiklar og kostnaðarsamar áætlana-
gerðir yrðu þá jafnframt raunhæfari grundvöllur stóraukinnar nýtingar orkulinda okkar á leið
til bættra lífskjara og aukinnar velferðar í sátt við umhverfið.